gæti mér dottið í hug að væri viðbót möguleika ef eitthvað yrði að í flugtaki þungrar vélar af braut 11 í Keflavík. Viðbót við Keflavíkurveginn og sjóinn. Er Hvassahraunið betra þegar og ef það kemur?
Ég hef auðvitað ekki næga reynslu til að dæma um þetta. En það koma upp tilvik hjá flugstjórum eins og Sullenberger lenti í að fáir kostir eru í boði og fer hratt fækkandi.
Og hversvegna sjá Reykvíkingar enga kosti í því að geta stigið beint í millilandavél í Reykjavík og sett stefnuna á Kaupmannahöfn eða London eftir flugtak af 01? Fjögurra hreyfla Færeyjaþotan kemur nærri daglega til Reykjavíkur án þess að trufla marga.
Af hverju vilja Reykvíkingar fremur torvelda samgöngur en greiða fyrir þeim? Hvað er það sem skilur þá frá öðru fólki?
Braut 01 í Reykjavík gæti verið til margra hluta nytsamleg fyrir nútímafólk.