Mér finnst menn skauta furðu létt yfir það að þegar Steingrímur J. Sigfússon afhendir slitabúnum hina nýstofnuðu ríkisbanka, þá er hann að afhenda eigur ríkisins. Slíkt þarfnast athugunar við
Bankarnir þrír (þeir nýju sem nú eru starfandi) voru stofnaðir á kostnað almennings sem ríkisfyrirtæki.
Er einhver sem mótmælir þessu?
Þegar eignarhlutir í þeim voru síðar framseldir til slitabúanna var engin heimild fyrir því á fjárlögum.
Sú afhending eða defakto "sala" ríkiseigna, var því fullkomlega löglaus aðgerð.
Hliðstæð því var sala innanríkisráðherra Hönnu Birnu á landinu undir neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir því lá ekki heimild í fjárlögum þess árs. Dómur Hæstaréttar gekk út á að taka afstöðu til þess hvort ráðherra væri yfirleitt heimilt að réttum forsendum að gera samning um að selja land ríkisins. Svo var talið rétt.
En þær forsendur voru ekki fyrir hendi á söludegi þar sem fjárlög þess árs fjölluðu ekki um söluna.
Afhending bankanna var lögbrot og salan á neyðarbrautinni einnig.