lögðu Vogunarsjóðirnir inn í föllnu bankana þegar Steingrímur J. afhenti þeim þá. Hann lýsti því í viðtölum við RÚV og Hringbraut að þessi framlög hefðu með öðru myndað traustan efnahag nýju bankanna.
Með öðru telst stofnfjárframlag íslenska ríkisins, sem Steingrímur kallar fullfjármögnun. Hann útskýrði ekki hvaðan þetta fjármagn hefði komið og í hvaða formi það var þegar ekkert fé var sagt til?
Og enn til viðbótar komu afsláttarkjör á eignasafninu þar sem kröfur á íslenskan almenning voru afhentar þessum kröfuhafabönkun á lágu verði án teljandi skuldbindinga við gömlu bankana. Kallað skotleyfið af mörgum.
Skotleyfið leiddi til gríðarlegs rekstrarhagnaðar Vogunarsjóðabankanna. Af honum gátu þeir borgað til stöðugleikans. Þesvegna segir Steingrímur að hann hafi bjargað þjóðinni sem nú sé í 140 milljarða gróða af öllu bixinu.
Margir telja að bankarnir hefðu betur verið gerðir gjaldþrota að íslenskum lögum. Nýjan íslenskan viðskiptabanka mátt stofna af Seðlabanka. Þá hefði almenningur og fyrirtæki ekki verið svo hart leikin í skotleyfinu.
En svona eftiráspeki stoðar ekki neitt og vafasamt að borgi sig að velta sér lengur upp úr þessu.
Hrunið er að baki og vonandi líka stjórnmálamaðurinn Steingrímur.