en ekki kellu minni sagði tröllið í hellinum. Þá var samlyndið kannski ekki í alltaf fyrsta sæti. En þetta batnar ár frá ári og í kvöld vorum við sammála.
Þau Gísli Marteinn og Ragnhildur Steinunn voru með dásamlegan skemmtiþátt úr sögu sjónvarpsins okkar RÚV sem er 50 ára um þessar mundir. Hrein snilld var þetta frá byrjun til enda sem við nutum ósegjanlega miklu meira en hins venjulega sjónvarps sem fjallar um öll þessi vandamál og leiðindi daglegs lífs.
Eiginlega fannst manni maður lifa í annað sinn að sjá alla þessu góðu listamenn sem þarna sáust og heyrðust. Mikið hefur annars sjónvarpið gert mikið fyrir marga á þessum 50 árum. Maður bara yngdist upp að sjá alla þessa gömlu kunningja sem á skjáinn komu.
Sérstaklega þótti okkur vænt um hvernig þau hylltu hann Ómar Ragnarsson í lok þáttarins. Þegar maður hugsar til baka hversu mikið þessi fjölhæfi orkubolti hefur auðgað líf manns í allan þennan tíma, þá getur maður ekki annað en fyllst óendanlegu þakklæti til hans. Honum verður aldrei fullþakkað.
Já nú var okkur skemmt báðum í einu hjá RÚV.