eins og gera mátti ráð fyrir þá kemur yfirleitt aldrei nema vitleysa frá vinstri mönnum.
Örn Johnson benti mér á að tillaga Ögmundar væri marklaus og tilgangslaus. Trúbróðir hans Dagur Bé. getur farið sínu fram eins og hingað til. Ég tek undir með Erni vini mínum. Það er tilgangslaust að mæta á kjörstað vegna svona vitleysu. Við Örn sitjum heima.
Í tillögu Ögmundar stendur:
"Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010
og er niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ráðgefandi.
Öll skynsamleg rök hníga því í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni en verði þar einhver breyting á er nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeirri ákvörðun á beinan og lýðræðislegan hátt."
Annaðhvort getur ríkisvaldið stoppað Dag Bé. eða það getur ekki stoppað hann.
Annaðhvort er Ögmundur á þingi eða hann er ekki á þingi.
Ögmundur verður ekki á þingi næst og þá mundi einhver segja farið hefur þaðan fé betra.
Annaðhvort ræður þjóðin eða Reykjavíkurkommarnir.
Annaðhvort verður Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri eða hann verður ekki í Vatnsmýri.
Það er engin ráðgefandi málamiðlun þar á milli möguleg.