virðist vera eina leiðin sem fær er fyrir íslensku þjóðina í núverandi mynd. Það er hægt að breyta myndinni með því að flytja inn ungt fólk frá Arabalöndunum til að setjast hér að. Ef það væri þá gefið að það muni vinna eins og Íslendingar og borga skatta og skyldur fyrir þá. Núverandi þróun virðist leiða beint til glötunar.
Fækka öldruðum? Hvernig á að gera það? Raunhæft og mannúðlegt er það líklega aðeins hægt með því að breyta skilgreiningunni á aldraður.Nú er maður aldraður 67 ára. Eftir breytingu sem skilgreindi aldraða 77 ara og eldri myndi öldruðum fækka talsvert.
Ung og glófext kona, Hildur Sverrisdóttir, vill fá frama á Alþingi Islendinga. Þeir sem svo er ástatt fyrir skrifa lærðar greinar í Mogga þar sem allir geta séð hvað þeir eru mikið afbragð.
Hildur segir meðal annars í sinni grein:
..."Í dag eru um fimm vinnandi menn á hvern aldraðan á Íslandi. Árið 2050 verður hlutfallið tveir og hálfur á móti einum. Þetta þýðir að við þurfum að stórauka framleiðni til að standa undir verðmætasköpun samfélagsins og þar með velferðarþjónustu við þjóð sem eldist hratt. Við þurfum að búa til helmingi meiri verðmæti á hvern vinnandi mann – og gott betur. "
Er raunhæft að við Íslendingar getum náð þessu markmiði? Stærðfræðilega hef ég ekki lausnina á hreinu enda margt á huldu.Hvað fjölgar þjóðinni mikið til 2050. Eiga kjör aldraða að vera eins og í dag eða eiga þau að versna mikið? Er ekki tilgangslítið að reikna með að þau batni þegar manni skilst að allt sé svikið jafnharðan og því er lofað ef marka má hvað skrifað er?
Ef lengja má lífaldur og heilsu með tækni þá er það kannski ekki svo fráleitt að menn verði látnir vinna lengur og leggja meira í lífeyrsisjóði. Hugsanlega kemur aukin framleiðni með þessu líka? batna þá kjör aldraða með því að fleiri vinni fyrir hvern aldraðan árið 2050?
Eða eru þessar bollaleggingar og aðrar um málefni aldraðra ekki bara B-S? það er ekki hægt að bæta nein kjör aldraðra í dag og það verður aldrei hægt. Aldraðir geta lítið varið sig, þeir eru líka flestir að missa kjark, greind og heilsu og þeir verða bara að sætta sig við það sem að þeim er rétt.Ef einhver vill þá rétta þeim eitthvað?
Ég sé fáar aðrar lausnir til að bæta kjör aldraðra eða veita meiri heilbrigðisþjónustu en að stórauka skattlagningu. Allt þetta tal um forgangsröðun og betri nýtingu gengur ekkert upp lengur. Þegar búíð er að kroppa ketið af beinunum eins og í leikskólum Reykjavíkur, þá eru bara ekkert nema bein eftir sem er ekki hægt að tekjufæra árið eftir eins og Dagur Bé.gerir.
Svo hvað er til ráða?
Er eitthvað nærtækara en að færa skilgreininguna til sem fyrst og fækka þannig öldruðum?
Enda hver vill sosum vera gamall?