hefur hún Vigdís Hauksdóttir. Einmitt þá ætlar hún að skipta út sæti sínu á Alþingi og einhvers Pírata. Sama gerir Frosti Sigurjónsson. Og Pétur Blöndal farinn frá okkur.Alls hætta núna 17 reyndir þingmenn og ný óskrifuð blöð koma í staðinn. Það er skiljanlegt að uggur sé í mörgum vegna framtíðar Alþingis.
Einmitt þá þarf að hafa snör handtök meðan eitthver bein er að finna í þingsölunum. Vigdís hafði þetta að segja í umræðum um Reykjavíkurflugvöll í viðtali við Morgunblaðið:
„Ég er mjög undrandi á því hvernig þetta mál hefur spilast,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Rætt var um sölu á landi ríkisins í Skerjafirði í Reykjavík á fundi nefndarinnar í morgun og stöðu Reykjavíkurflugvallar. Vigdís segir ljóst að sínu mati að heimild hefði þurft að vera í fjárlögum fyrir árið 2014 til þess að selja landið í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.
„Þannig stendur málið gagnvart mér. Það er í raun eftiráskýring að halda öðru fram. En það er eitt gott í þessu og það er að kominn er verðmiði á landið í Skerjafirði. Ef þessu verður haldið svona stíft áfram þá er ekkert annað að gera en að fara bara í eignarnám og endurgreiða borginni 440 milljónir króna. Það er bara svoleiðis. Verðmiðinn er kominn,“ segir Vigdís og vísar þar til verðmats í samningi frá 2013 um afsal ríkisins á landinu til Reykjavíkurborgar.
„Þarna er bara komið verðmat. Það þarf þá ekki að rífast meira um það,“ segir Vigdís. Málið sé fullt af eftiráskýringum. Ekki hafi verið um mistök að ræða þegar tillaga hafi komið inn í fjárlagagerðina fyrir árið 2014. Reynt hafi verið síðan að túlka fjárlög á þann hátt að afsalið hafi verið samþykkt með fjárlögum 2013. Málflutningur fjármálaráðuneytisins byggist allur á því að sögn Vigdísar en sú standist hins vegar engan veginn nánari skoðun.
Dagur skrifaði undir samninginn
„Það þýðir ekkert að fara aftur í tímann til þess að sækja einhverjar slíkar heimildir,“ segir Vigdís. Engan veginn standist að ætla að byggja til dæmis á heimildum í dag sem veittar hafi verið í fjárlögum einhvern tímann á árum áður. Endurnýja þurfi slíkar heimildir í fjárlögum á hverju ári. „Það væri eins og við færum að notast við einhverja slíka heimild í fjárlögum frá því að við vörum síðast í ríkisstjórn. Það bara stenst ekki, þetta bara stenst ekki.“
Vigdís segir að málið sé í raun fyrst og fremst „rándýrt Samfylkingarklúður“ sem lendi á skattgreiðendum. Þegar samið hafi verið um málið á 2013 hafi Samfylkingin bæði verið í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykjavíkur. Með öðrum orðum báðum megin við borðið. Hún bætir við að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, hafi skrifað undir samninginn frá 2013 ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar.
„Því hefur verið haldið fram að Jón Gnarr hafi skrifað undir samninginn sem borgarstjóri en það er ekki þannig. Dagur B. Eggertsson skrifaði undir hann. Dagur getur ekkert fríað sig ábyrgð því það er hans undirskrift sem er á samningnum.“ Vigdís birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni af undirskriftum þeirra sem skrifuðu undir samninginn."
Hún er ekki að hossa Hönnu Birnu eða Jóni Gnarr fyrir þeirra aðkomu að málinu. Kannski gott enda bæði þátíð í stjórnmálum.
Mér finnst að Vigdís sé að hætta of snemma. Það eru mörg mál sem hún hefur verið að rannsaka sem ekki hefur verið fkýrt nægilega vel frá, hvorki af henni né Guðlaugi Þór.Ég sé eftir Vigdísi af þingi
Nú bíð ég eftir að sjá Alþingi greiða atkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hafa fleiri þingmenn bein í nefinu eins og frú Vigdís?