Bankastarfsemi með ríkisforgjöf þrífst ekki á Íslandi án þess að spilling grafi um sig. Það er sama hvort er Landsbanki, Arion eða Íslandsbanki. Það myndast allstaðar hópur manna sem sannfærir stjórnmálamenn að þeir séu bankaséní sem fari bara annað ef þeir fá ekki Bónusa.
Muna menn ekki þegar Siggi Einars í Kaupþingi sagði okkur að Hreiðar Már væri svo mikill bankastjóri að meðfæddum hæfilekum að fengi hann undir 80 milljónum á mánuði færi hann annað? Þeir eru nú báðir farnir eitthvað annað en vandamálið blífur. Þar sem peningar liggja í hrúgum fá menn hugmyndir um að þeir séu betur komnir í þeirra eigin vösum annar geti vondi kallinn komið og stolið þeim.
Mér sýnist best að sem flestir bankarnir séu ríkisbankar og í þeim starfi ríkisstarfsmenn í launaflokkum sem vinni vinnuna sína upp á þá taxta sem þar eru umsamdir. Hætt sé að borga séníum aukalega fyrir að vinna vinnuna sína heldur bara ráðið fleira venjulegt fólk til vinna það sem til fellur.
Ráðnir bankastjórar vinni vinnuna sína og skili góðum rekstri fremur en pólitískum eftir föngum. Þá getur ríkisvaldið stjórnað vöxtunum og félagslegum áhrifum þeirra. Það getur ákveðið að 40 milljóna lán til 40 ára verðtryggt en vaxtalaust standi öllum fæddum 1995 til boða einu sinni á ævinni til íbúðarkaupa. Bankarnir skuli bara framkvæma vilja Alþingis og ekkert múður.
Almenningur má stofna eins marga einkabanka og hann vill. Spilling í ríkisbönkunum verður ekki fordæmisgefandi. Ríkisstarfsmenn hætti að baða sig í spillingu og sjálftöku í bönkum eins og í öðrum opinberum fyrirtækjum, skattstofum, orkufyrirtækjum, skólum, lögreglu osfrv.
Einkavæðing bankanna mistókst af því að það voru fákunnugir ef ekki líka undirhyggjumenn sem stóðu að henni. Byrjum bara aftur á reit 1.
Ríkið leysi til sín Aríon banka.