Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Víglundur Þorsteinsson

$
0
0

var í síðdegisþætti Péturs Gunnlaugssonar í gær.

Þetta var einkar fróðlegur þáttur þar sem Víglundur fór á yfirvegaðan hátt yfir helstu ráðstafanir Jóhönnustjórnarnnar gagnvart almenningi.

Víglundur rakti hvernig stjórnin sló skjaldborg um fjármálakerfið gegn hagsmunum almennings. Einkum rakti hann  þátt hrunmálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar í mörgum liðum.

Einna áberandi verstu afskipti Steingríms af hagsmunum almennings voru þau, að brjóta neyðarlögin sem mæltu fyrir um að skuldir heimilanna skyldu færðar niður um 50 % við yfirfærslu lánanna frá föllnu bönkunum yfir í þá nýju. Þessi lög hafði Steingrímur stúdent að engu, lét lánin halda sér og gaf erlendu vogunarsjóðunum bankana sem þar með fengu skotleyfi á almenning. Fjölskyldur fóru þúsundum saman á hausinn og misstu allt sitt meðan vogunarsjóðirnir græddu. Og allan tímann hélt þessi Steingrímur að hann væri örmagna í björgunarstörfum fyrir þjóðina!

Steingrímur gaf Vogunarsjóðunum bankana með lánum almennings og áætlar Víglundur að upphæðin hafi numið um 700 milljörðum króna. Svo reif hann hár sitt þegar viðtakandi stjórnvöld sóttu 500 milljarða af þessu fé til baka. Allt þetta taldi Víglundur að benti til þess að Steingrímur hefði minnst skilið af því sem fram fór. og hlýtur að valda almenningi heilabrotum.

Nú þegar kosningar nálgast væri hollt að íhuga hvílík völd þessi sami Steingrímur hefur nú og hvílík völd hann gæti öðlast á ný eftir þær. Enginn veit hvaða tök Steingrímur hefur á núverandi formanni VG með engilsásjónuna. En af fyrri frekju hans og dómgreinarleysi um eigið ágæti að dæma gætu áhrif hans orðið kjósendum dýrkeypt í nýjum þingmeirihluta reynsluleysis, draumóra og óskhyggju.

Víglundur Þorsteinsson á þakkir skildar fyrir þessa yfirferð á Útvarpi Sögu í gær og er ástæða til að hvetja þá sem ekki hlustuðu til að gera það.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922