Skattkerfið er ekki notað til tekjujöfnunar segir þingkona þeirra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á Sprengisandi.Hún ætlar að lækka laun sín með því að hætta á þingi.
Guðlaugur Þór segir skatta vera háa á Íslandi miðað við önnur lönd. Sjálfstæðismenn hafa lækkað neysluskatta segir Guðlaugur sem er í rétta átt. Þeir vilja lækka beina skatta.
Er ekki einfalt að velja á milli tveggja skýrra valkosta. Viltu borga meira eða viltu borga minna.Ef þú borgar lítið sem ekkert núna þá hlýturðu að kjósa VG í von um að jöfnunin sem Bjarkey talar um komi til þín. Ef þér finnst þú borga nóg núna geturðu þá kosið VG?
Er það ekki er mikil fórnfýsi hjá hátekjufólkinu í þingliði VG að kjósa VG yfirleitt?