Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Merk grein Björns

$
0
0

Bjarnasonar sem varðar grunnstjórnskipun lýðveldisins okkar.

Á Alþingi Götunnar að stjórna hér eða löglega kjörin yfirvöld?

Björn skrifar í Morgunblaðið í dag:

 

"Dómnefnd hefur gert tillögu til dómsmálaráðherra um þrjá jafnhæfa einstaklinga til að fá skipun sem hæstaréttardómari. Þetta markar tímamót miðað við vinnubrögð dómnefnda eða umsagnaraðila undanfarin ár þegar stefnan hefur verið sú að stilla ráðherranum upp við vegg.

Þessi aðferð gekk lengst þegar lögð var fyrir ráðherra tillaga um 15 dómaraefni í landsrétt, tillaga sem var reist á því að dómnefndin setti umdeilanlega afstöðu sína til einstakra umsækjenda í excel-skjal og lét það ráðast af tölum sem það skilaði hverja hún taldi hæfa. Skipa skyldi 15 dómara og bar ráðherra að leggja tillögu um það fyrir alþingi.

Þegar ráðherrann gerði forkönnun á afstöðu þingmanna kom í ljós að þeir gátu ekki fellt sig við þessa 15 sem excel-skjalið skilaði dómnefndinni. Ráðherrann tók þá það ráð að jafna kynjahlutfall í tillögunni sem lögð var fyrir þingið og hlaut þar samþykki.

Við þessu brugðust þeir illa sem settir voru til hliðar af þeim 15 sem fengu náð fyrir augum dómnefndarinnar á grundvelli excel-skjalsins. Fór mál af þeirra hálfu alla leið í hæstarétt þar sem niðurstaðan var að ráðherrann hefði ekki rannsakað af nægilegri kostgæfni hæfni og hæfi einstaklinganna sem hún gerði að tillögu sinni.

Skipulögð var pólitísk aðför að ráðherranum með aðstoð fréttastofu ríkisútvarpsins og málsvörum þeirrar aðferðar að binda skuli hendur ráðherra af dómnefndum.

Málið gekk síðan til mannréttindadómstólsins í Strassborg (MDE), meirihluti undirdeildar hans tók undir með excel-liðinu og fann að skipuninni í landsrétt. Dómarar sem ráðherrann valdi tóku sér hlé frá störfum, dómsmálaráðherrann steig til hliðar og upphrópanir um spillingu náðu nýjum hæðum.

Íslenska ríkið vísaði málinu til yfirdeildar MDE þar sem það er til meðferðar þegar kúvending verður hjá dómnefndinni sem gefur ráðherra svigrúmið sem hann á auðvitað að hafa við ákvarðanir sem eru á hans ábyrgð.

Dómur hæstaréttar um að ráðherrann hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni og niðurstaða undirdeildar MDE með þátttöku íslensks MDE-dómara er í anda þess ofríkis sem ríkt hefur gagnvart þeim sem hafa skipunarvald og bera ábyrgð á skipan dómara í embætti hér á landi. Þessi ofríkis-árátta ætti frekar að vera rannsóknarefni svo að gera megi ráðstafanir til að tryggja að dómnefndir gangi fram á þann veg sem er sanngjarn og réttmætur.

Nú er spurning hvort þeir sem flytja málið gegn íslenska ríkinu fyrir MDE grípi til þess örþrifaráðs að hvetja yfirdeild MDE til að skikka íslenska ríkið til að setja í lög að dómnefndir um hæfi dómaraefna skuli binda hendur ráðherra. Það væri eftir öðru.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur árum saman varað við áhrifum ofríkis sem hann telur ráða innan íslenska dómskerfisins. Tilraunirnar til að binda hendur ráðherrans með dómnefndarálitum er aðeins ein birtingarmynd þess miðað við lýsingar lögmannsins."

Uppivöðslulýður kommatitta og píratapjakka er fyrir löngu búið að hrifsa til sín óeðlileg áhrif umfram löglega kjörin yfirvöld. Hverskyns snápar vaða uppi og krefjast þess að fá að ráða  umfram aðra.

Ráðherra á að ráða sínum málaflokki. Það er hans eins að meta hvaða samráð hann kærir sig um að hafa. Hæfisnefndir ættu hugsanlega ekki að starfa opinberlega heldur í trúnaði ráðherra og eftir skipun hans.

Það finnst mér eiginlega felast í merkri grein Björns Bjarnasonar í dag.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922