er stjórnvitringnum Ómari Ragnarssyni ofarlega í huga í dag. Hann skrifar:
"Oft gerist það að undiralda byrjar að myndast innan stjórnarflokka á síðari hluta kjörtímabila.
Nefna má sem dæmi hræringarnar í kringum vinstri arm Framsóknarflokksins á síðasta ári Helmingaskiptastjórnar Sjalla og Framsóknar 1955-56, og svipuð fyrirbæri 1977-78 og 2006-2007.
Alþýðuflokkurinn var í svipaðri stöðu 1970-71, 1987-88 og 1994-95. .."
Það er hinsvegar eins og hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér annað stjórnarmunstur. Hvað ef eftirfarandi staða kæmi upp?
Dóms og kirkjumálaráðherra: Helgi Hrafn
Fjármálaráðherra: Þórhildur Sunna
Umhverfisráðherra: Björn Leví
Heilbrigðismálaráðherra: Inga Sæland
Utanríkisráðherra: Þorgerður Katrín
Forsætisráðherra: Sigmundur Davíð
Hver og hver og vill sögðu krakkarnir í gamla daga?
Kosningar nálgast samt hratt og örugglega og best að fara að undirbúa sig.