er hugtak sem manni dettur í hug við frétt í Morgunblaðinu þar sem fjárfestar hrinda óvænt stórauknum útsvarstekjum í fang Kópavogs með því að 15 falda íbúafjölda gamals einbýlishúsasvæðis í bænum.
Útsvarsþéttni á fermetra hlýtur að 15 faldast við þessar aðgerðir sem bæjarstjórinn segir að einkaframtakið hafi alfarið verið eitt að verki.
Það er líklega búið að kveðja gamla tímann þar sem menn fengu stórar lóðir þar sem hægt var að hafa kartöflugarð fyrir utan einlyft íbúðarhús með geymsluskúr við holótta malargötu. Bæjarfélög hafa ekki lengur efni á slíkum lúxus.
Þetta glæsilega einkaframtak vísar leiðina til að stórauka nýtni bæjarlandsins í Kópavogi og auka útsvarsþéttnina í bænum.