Þarf ekki að hækka þröskuldinn í 7.94% greiddra atkvæða.Þá er enginn þingflokkur minni en 5 þingmenn. Hlusta ekki á rausið um að þá séu svo margir kjósendur án þingmanna. Þeim sömu er það bara mátulegt fyrir að sóa atkvæðinu á vonlaus framboð sem allar skoðanakannanir geta sagt þeim fyrirfram
Stjórnmálaflokkur þarf að vera yfir krítískri stærð til að geta myndað starfhæfa deild, vera flokkur og skipulagsleg heild en ekki sérviskupúki eða bara fjárplógstæki óprúttinna reyfara sem eru bara á eftir aurnum fyrir sig en gefa skít í skyldurnar.
Þess vegna verður að fækka flokkunum á Alþingi. Þeir sem sóa atkvæðum sínum á vonlaus smáframboð verða bara að sitja uppi með það að eiga ekki þingmenn. Aðeins stjórnmálaflokkar en ekki upphlaups fáprósentsflokkar komist inn á þing.
4 flokkar eru yfirdrifið á Alþingi, Allt umfram það er til bölvunar. Þá koma svona týpur eins og Þór Saari og Þráinn Bertelsson sem komast aldrei ekki neitt fyrir sérvisku sinni af því að þeir geta ekki unnið sem teymi. Svo gáfaðir einstaklingar að engir aðrir komast að. Það vantar ekki séní á Alþingi heldur vinnuhesta. En heldur ekki menn sem halda að þeir séu það eins og Jimmy Carter og Steingrím Jóhann sem fá litlu áorkað af því að þeir skilja ekki alveg hvað þeir eru að gera.Of fáir menn með of mikil völd eru hættulegir.