Svo segir konungur bloggaranna Páll Vilhjálmsson:
RÚV viðurkennir að hafa ekki undir höndum Panama-skjölin, sem voru einu heimildirnar fyrir raðfréttum um meinta spillingu - en raðfréttirnar sviptu menn ærunni, starfinu og ollu stjórnarkreppu.
Skilgreining á falsfrétt er að hún er án heimilda. Og RÚV viðurkennir að hafa ekki heimildir fyrir frétt um Panamaskjölin. Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á raðfréttum RÚV er Kári Arnór Árnason. Hann kannaðist ekki við þær sakir sem á hann voru bornar og vildi fá aðgang að heimildum RÚV. En RÚV neitaði og þá kærði Kári Arnór stofnunina.
Í frétt RÚV fyrir tveim dögum, 4. ágúst, kemur svar frá Efstaleiti:
RÚV svaraði þessari kæru og sagðist ekki hafa umrædd gögn né forræði yfir þeim heldur hefði fengið aðgang að gögnunum hjá þriðja aðila.
Engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Og þegar engin heimild er fyrir frétt er hún falsfrétt.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem viðurkennt er að Panamasjölin eru falsfrétt. RÚV vann raðfréttirnar með aðstoð fyrrum starfsmenns á Efstaleiti, sem gerðist verktaki, og rekur fyrirtækið Reykjavík Medía. Hér er frétt mbl.is frá 14. júlí í fyrra
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Reykjavík Media, svaraði kröfu ríkisskattstjóra og segist engin viðbrögð hafa fengið við því svari. Í svari hennar kom einfaldlega fram að Reykjavík Media gæti ekki afhent eitthvað sem ekki væri í vörslu þeirra.
„Þeir hafa ekki aðgang að gögnunum með þeim hætti að þeir geti bara afhent einhver gögn. Þetta er „físískur“ ómöguleiki. Þú getur ekki afhent eitthvað sem þú ert ekki með.“
Sem sagt: gögnin sem raðfréttir RÚV byggðu á er ekki hægt að leggja fram. Ef heimildir frétta eru ekki fyrir hendi eru þær fréttir falsfréttir - tilbúningur að hluta eða öllu leyti."
Útvarpskommarnir og leigudrullusokkurinn geta vel við unað að hafa komið á fyrstu stjórnarbyltingu á Íslandi eftir Jörund Hundadagakóng.
Sigmundur Davíð fyrrum Framsóknarjarl liggur óbættur hjá garði.
Svá orti Gizur frændi eftir Flugumýrarbrennu:
"Enn man ek böl þat, er brunnu
bauga-Hlín ok mínir
(skaði kennir mér minni
minn) þrír synir inni;
glaðr munat Göndlar röðla
gnýskerðandi verða
(brjótr lifir sjá við sútir
sverðs) nema hefndir verði."