stjórnarmynstur hins einfalda manns blasir við.
Það er að sættir takist milli Framsóknarflokks og VG um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Slík stjórn hefði 39 manna meirihluta.
Maðurinn á götunni skilur ekki hvernig ágreiningur milli forystufólks um einstök atriði getur þvælst svona fyrir. Er ekki alltaf leið til samkomulags ef vilji er fyrir hendi.
Það er morgunljóst að þjóðin var ekki að kalla á inngöngu eða endurupptöku aðildarviðræðna við ESB. Hún var ekki að heimta upptöku evru eða festingu krónunnar við framandi mynt.Hún var ekki að heimta nýja stjórnarskrá. Hún var ekki að heimta gerbyltingu í sjávarútvegi.
Hvað skyldi það vera sem er svona erfitt? Eru ekki þessir flokkar sammála um flest grunnatriðin?
Það er hreint ekki augljóst fyrir mér hvað er svona í veginum?