Jóhann er ótrúlegur.
Ég var að hlusta á Arnþrúði á Sögu rifja það upp, að þingflokkur VG samþykkti í júní 2009 að flokkurinn samþykkti ekki Icesave samninginn. Steingrímur skrifað samt undir hann og lagði drápsklyfjarnar á íslenskan almenning.Þessu var svo afstýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir milligöngu Forseta Íslands.
Þingflokkur VG tvístraðist og Ásmundur Daði, Lilja Mós, Jón Bjarna og Atli Gísla gengu út. Steingrímur sat eftir með handbendi sínu Katrínu Jakobsdóttur og fleirum, einbeittur í brotavilja sínum gegn þjóðinni.
Ég held að svona leiki fáir eftir Steingrimi sterka í pólitík.