Olsen þingkonu VG er með eindæmum. Í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttir lét þessi þingkona útúr sér að 9000 fjölskyldur hefðu ekki farið á hausinn og misst eigur sínar vegna hrunsins heldur vegna þess sem undan var gengið. Sem sagt, það var Sjálfstæðisflokknum að kenna að þau misstu aleigur sínar.
Það var ekki svikum Jóhönnu og Steingríms á loforðinu um að slá skjaldborg um heimilin að kenna. Það var ekki stökkbreytingu lánanna að kenna sem voru rukkuð in full af bönkunum sem Steingrímur gaf vogunarsjóðunum. Nei þau fóru á hausinn af því að fyrri ríkisstjórn hafði lánað þeim.
Aðra eins veraldar heimsku og forherðingu hef ég aldrei heyrt frá nokkrum þingmanni, jafnvel ekki frá Steingrími sjálfum.