sem enginn kaus brosti gleitt í sjónvarpinu þar sem var verið að eyða milljónum að breiða eitthvað sem þeir kalla moltu á kostarýrt land.
Fyrir brot af þessu myndi lúpína græða þetta svæði á svona 5 árum og hylja það jarðvegi.Þessi spandans er enn ein dellan sem þessi ráðherra stendur fyrir þegar hann er búinn að moka ofan í framræsluskurði sem skapa landbúnaðarland í hungruðum heimi.
Af hverju ekki að fela lúpínunni að sjá um uppgræðslu landsins í stærri stíl? Hún sýnir þá á Kletthálsi að hún græðir jafnvel upp sprengda klöpp við veginn. Það þarf enga rándýra moltugerð. Það er nær að brenna sorpinu og hirða orkuna úr því.
Umhverfisráðherrann sprengjuglaði þarf ekki endilega að vera líka kostnaðarblindur.