fyrir aftan bak á öðrum Gladiatornum þótti ekki gott veganesti í bardaga.
Mér finnst að Dwmókratar séu að leggja upp í slíkan bardaga við repúblikanann Trump.
Ég á erfitt með að sjá Joe Biden komast lifandi frá einvígi við Trump sem er bæði ósvífinn og vígfær. Trump mun ekki gera lítið úr braski Hunters Biden í Ukraínu og það verður ógaman fyrir Biden kallinn ef einhverjar vöflur eru á honum nú þegar vegna ellikrankleika .
Ég bara skil ekki hvernig Demókrötum dettur í hug að leggja í þessa orrustu með allt þetta á móti sér. Nema þeir sjái það fyrir sér að Biden verði ófær fyrir bardagann á einhvern hátt. Og það er þá engin von til þess að stelpan reynslulausa standi í hárinu á kallinum Trump. Svei mér þá ef ég botna upp né niður í þessari hernaðaráætlun Demmanna?
Það er hamast á Trump úr öllum áttum nema frá Joe Biden. Þaðan kemur ekki neitt.Trump er kennt um allt sem aflaga fer vegna Covid19. Hvaða áhrif hefur þá hugsanlegt bóluefni ef slíkt kemur fram fyrir kosningarnar? Varla verður Biden þakkað það.
Ég hálf vorkenni Demókrötum að ana út í svona gersamlega tapað stríð með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.