Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Er þetta ekki neitt?

$
0
0

í augum stjórnarandstöðunnar og skríbentanna á Fréttablaðinu?

Þetta heitir á þeirra máli að þessi ríkisstjórn hafi akkúrat ekkert gert nema mylja undir kvótagreifana. Ekkert hafi verið gert nema að svíkja aldraða og öryrkja um bætur til þess að þjónka þeim sem betur mega sín.

Ríkisstjórnin felldi niður miðþrep tekjuskattsins. Þeir sem hafa tekjur að 800.000 krónum á mánuði borga nú skatta samkvæmt lægsta þrepinu. Er þetta hátekjufólkið og þeir sem betur mega sín? 

Raunhækkun

Nú hafa greiðslur til bóta almannatrygginga verið hækkaðar um yfir 26 þúsund milljónir í tíð þessarar ríkisstjórnar.                                 

Heimild Fjármálaráðuneytið og ræða Bjarna Benediktssonar <iframe width='512' scrolling='no' height='288' frameborder='0' type='text/html' style='border:0;overflow:hidden;' src='http://player.netvarp.is/althingi/?type=vod&width=512&height=288&icons=yes&file=20160815T145549&start=4407&duration=410&autoplay=false'></iframe>

Þetta heitir ekki neitt á máli stjórnarandstöðunnar. Og hvað túlkendurna á Fréttablaðinu og þeim fjölmiðlum sem Bjarni Benediktsson ræddi um á dögunum, þá eru þeir hreint ekkert skárri að skilningi og tölulæsi en hæstvirt stjórnarandstaðan á Alþingi og er þá langt til jafnað.

Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig tuttuguogsexþúsdundogáttahundruðmilljónir verða að núlli þegar stjórnarandstaðan less þessa töflu?

Er þetta bara ekki neitt sem fer tlil almannatrygginga? 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922