skrifar enn eina greinina í Morgunblað helgarinnar mér til skapraunar. Þar kemur hans pólitíska lífssýn fram:
"Ísland þarf framsækna ríkisstjórn, stjórn sem vill að þjóðin öll njóti afraksturs af sameiginlegum auðlindum, gerir Ísland að virkum þátttakanda í alþjóðastarfi og hverfur frá einangrunarhyggju, tryggir öllum landsmönnum jafnan atkvæðisrétt, beitir sér fyrir lægra matvælaverði og stöðugum gjaldmiðli. Þjóðin þarf stjórn sem berst gegn veirum og óværum. Benedikt Jóhannesson Pistill Ósýnilegi óvinurinn Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
Dettur einhverjum í hug að Benedikt þessi myndi færa farsæld yfir þjóðina með inngöngu í ESB og upptöku EVRUNNAR? Sjá ekki allir hvernig komið er fyrir minni ríkjunum í Evrópusambandi? Var ekki verið að leggja þau frekar í álög skulda og fátæktar sem efnahagsþrælar Þýskalands? Var ekki búið að leggja nóg á Grikkland, Spán og Ítalíu? Heldur einhver að vegur Íslands yrði greiðari með Benedikt þennan sem bjúrókrat í Brüssel á "samráðsvettvangi" hinna smáu í ESB?
Vonum af öllu hjarta að þessi stærðfræðingur og glóbalisti og fullveldisfjandi Íslands, sem ég uppnefni gjarnan Talna Bensa vegna ritsins sem hann gaf út á sínum tíma, komi aldrei aftur til áhrifa í íslenskum stjórnmálum þar sem við erum reynslunni ríkari af flokki hans og ráðleysi frá 2017 þegar Skjóni sprengdi stjórnina sem betur fór.