Hverjar eru samkeppnisforsendur Kínverska álsins sem er að valda lokun álvera á Vesturlöndum.
Skiptir ekki máli hvaða laun eru greidd í kínverskum álverum?Laun í Kína eru ekki ákveðin í frjálsum kjarasamningum heldur af kínverska kommúnistaflokknum.
Skiptir ekki máli hvað raforkan kostar raunverulega úr því brúnkolakynta raforkuveri sem Kínverjar gangsetja vikulega?
Séu kostnaðarþættir í framleiðslu áls lægri en á Vesturlöndum þarf ekki að rannsaka hvaðan þeir fjármunir koma sem valda misjöfnum samkeppnisaðstæðum?
Hver heldur niðri kaupi í Kína?
Hvert verður verðið á kínversku áli ef kostnaðarþættir eru færðir til jafns við Vesturlönd?
Er ekki Trump Bandaríkjaforseti að velta því fyrir sér hví Vesturlönd eigi að leyfa verð-og veirustýrðu áli frá Kína að keppa við ál sem er framleitt við frjálsar markaðsaðstæður á Vesturlöndum?