er í gangi gegn Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.
Haraldur hefur gegnt embættinu í 22 ár án mikilla vandkvæða. Mun meiri upphlaup hafa orðið í kring um lögreglustjórann í Reykjavík þar sem ítrekað hafa horfið munir úr vörslu embættisins og sífelldar deilur innan liðsins hafa átt sér stað. Hversvegna gýs þetta allt saman upp núna í kring um Harald?
Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu er gamall lögreglumaður.
Hún flutti sannlega eldmessu um málefni lögreglunnar á stöðinni sem fróðlegt var að hlýða á. Það er eins og djúpríkið og vissar stjórnmálahreyfingar standi saman fyrir tangarsóknum á hendur vissum aðilum í þjóðfélaginu og beiti stofnunum ríkisins fyrir sig eftir hentugleikum. Ef þetta er ekki spilling þá veit ég ekki hvað það er.
Það er óskandi að nýr dómsmálaráðherra láti ekki véla sig til að hjálpa myrkraröflum við slíkra ofsóknir gegn einstökum mönnum og fyrirtækjum.