Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Fundur með Bjarna Benediktssyni

$
0
0

var með gömlum Sjöllum í Valhöll í hádeginu. Þetta er auðvitað tryggast liðið sem ekki sveiflast mikið í skoðanakönnunum. Það lætur sig ekki vanta þegar  Bjarni er í boði og var líka húsfyllir.

Bjarni fór yfir málin á sinn greinargóða hátt. þannig að allir máttu skilja. Margt kom fram um fjárlög ríkisins og skattalækkanir á lágtekjuhópana með tilkomu 3. skattþrepsins. Bjarni talaði auðvitað blaðalaust en studdist við glærur sem sýndu tölfræðilegan árangur ríkissjórna hans síðustu ár.

Atvinnurekendur hefðu komið til Bjarna og kvartað yfir  slælegri lækkun tryggingagjaldsins sem er ætlaði til að standa undir atvinnuleysisbótum. Bjarni sagðist hafa spurt þá hversvegna þeir væru nú að kvarta yfir einu prósenti þegar þeir hefðu skrifað undir 7 prósenta kauphækkun árið áður? Góð spurning sem menn ættu að taka eftir þegar lækkun tryggingagjalds ber á góma.

Bjarni sagðist ekki ósammála því að taka upp veggjöld í öll jarðgöng á Íslandi til að fjármagna ný göng. Sem og veggjöld til að flýta framkvæmdum. Í gangi væru orkuskipti og rafbílar væru fluttir til landsins vörugjaldalaust og greiddu svo ekkert til umferðarinnar með eldsneytissköttum eins og aðrir bílar. Þetta væri mismunun sem ekki gæti gengið.

Bjarni sagði svo sögu af því þegar hann var ungur lögfræðingur í vinnu í Keflavík og hafði þann starfa að færa veðskjöl í þinglýsingarbækur með penna. Nú væri öll stjórnsýsla mun skilvirkari með rafrænum hætti.Freistandi hefði verið samt að spyrja að því hversvegna skjalafgreiðsla í þinglesningum hefði þá aðeins tekið fáa daga meðan núna væri þriggja vikna bið eftir afgreiðslu úr þinglesningu hjá sýslanum í Kópavogi? Framfarirnar liggja ekki alltaf í augum uppi.

Bjarni hefur mikla hæfileika að ná til fólks með skýringar. Hann gæti náð árangri í að stórauka fylgi flokksins með því að verja meiru af tíma sínum til að tala við fólkið á beinan hátt. Hann gæti áreiðanlega fyllt Háskólabíó eða Laugardalshöll  með svona fyrirlestri og svarað spurningum almennings. 1-2000 manna skipulagður fundur myndi hafa áhrif til að útbreiða flokkinn fyrir kosningar. Aðrir flokkar gætu engan veginn ekki leikið það eftir nema í miklu minna húsi.

En þetta var góður fundur með Bjarna Benediktssyn formanni Sjálfstæðisflokksins, það fara fáir í fötin hans hvað framkomu og innihald varðar um þessar mundir.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922