Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

THULE-herstöðin

$
0
0

var byggð á 104 dögum sumarið 1951.

Heimildarmynd um það þegar Bandaríkjamenn byggðu Thule-flugstöðina á Grænlandi á sama tíma og þeir börðust í Kóreu og hersátu mikið af heiminum, þá  byggðu þeir líka talsvert í Keflavík meðal annars og reistu flugvelli í Þýzkalandi og hernaðarmannvirki víðar um heim, framleiddu flugvélar og skip í þvílíkum mæli að Sovétríkin urðu gjaldþrota í kapphlaupinu.

Þessi mynd  skildi  mig eiginlega eftir dolfallinn  yfir öllu þeim risafyrirtækjum sem þessi þjóð getur framkvæmt.

Þarna yfir Thule týndi flugmaður Alfred Joe D´Mario sem ég hitti í Florida  4 stykkjum af H-bombum eftir að kviknaði í B52 vél hans 21. janúar 1968. Ég var að spyrja hann hvort hann hefði komið til Íslands?. Hann kvað svo ekki vera en hann hefði komið óvart til Grænlands einu sinni. Þá kom hann sem sagt niður í fallhíf beint niður á Thule flugvöll. Bað Danina lengstra orða að fara ekki nær flakinu en 10 mílur þegar þeir buðu aðstoð.

Ég keypti af honum bók, Hangar Flying, sem hann hafði skrifað bara skemmtilega en karlinn hafði flogið allt Kóreustríðið og svo lengi  með vetnissprengjur á B52 við landamæri Rússlands.

Ég held að sprengjurnar hafi allar fundist nema hluti úr einni sem er þarna enn. Þar liggja því enn  þrávirk efni með mjög langan helmingunartíma.En þetta er óhugnaleg saga sem er því miður sönn. Það mátti líklega ekki mikið út af bera í þessu veseni öllu.

 

En þessi mynd sýnir vel hvað þetta stórveldi getur? Eiginlega skiljanlegt að Trump vilji fá að ráða þessu landi sem liggur svona nálægt Rússlandi.  Byggingatæknin, vélakosturinn, mannskapurinn skilur mann eftir gersamlega orðlausan.

https://www.youtube.com/watch?v=mulqqV2oOoc

Það var fróðlegt að horfa á þessa mynd fyrir mann lítilla sæva með lítið geð.

Það gat aldrei verið spurning um það hver myndi vinna kaldastríðið. Rússar höfðu ekki neitt á móti þessu ofurefli nema kúgun fólks og harðræði þess þar sem þeir fengu að komast upp með grimmdarverkin óáreittir.

Þó skorti ekki þá á Íslandi sem lofsungu harðstjórnina og afsökuðu fantaskapinn því að Eyjólfur myndi einhvern tímann hressast.Nóbelsskáldið okkar kyrjaði fagnaðarsöngva gegn betri vitund allan Sovéttímann og svo var um fleiri frammámenn í andanum.

En Thule herstöðin BLUEJ er byggingarafrek fyrir sig hvað sem annað verður sagt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922