er eiginlega sú sögn sem mér dettur í hug eftir þær viðtökur sem síðasta saklausa bloggið mitt fékk um Davíð sem trompaði út.
Athugasemda teljarinn sprakk í þeirri kostulegustu umræðu um keisarans skegg. Allskyns gáfufólk bókstaflega springur í loft upp yfir þessu útspili Davíðs. Menn greinir á um hvort Davíð geti þetta,hvort hann megi þetta, hvort hann verði ekki að taka við laununum. Hann megi eða megi ekki svo hugsanlega gefa þau í eitthvert Guðsþakkafélag?
Ég er nú nokkuð viss um að Davíð líti ekki þannig á málið að hann eigi sjálfur að útdeila fé sem hann hefur sparað ríkinu. Ég held að hann telji það vera ríkisins sjálfs, það er Alþingis, að ráðstafa því fé sem hann annars hefði fengið.
Hvað haldið þið að myndi gerast ef Davíð Forseti myndi biðja Alþingi að setja lög um að hann skuli vera launalaus Forseti? Væri það ekki í þjóðarþágu að þiggja slíkt? Hverjir skyldu greiða atkvæði á móti því frumvarpi? Og ef að Alþingi samþykkti lög um að hann skyldi samt sem áður hirða sín laun, gæti hann þá ekki neitað að staðfesta lögin? Væri þá nokkuð annað eftir fyrir Alþingi að draga lögin til baka eða að þeim sé vísað í dóm þjóðarinnar? Hvar halda menn að þetta bíó myndi enda? Skyldi einhver ekki brosa út í annað á Bessatöðum þann daginn?
Stendur ekki háttvirtur kjósandinn frammi fyrir því að spara par hundrað milljónir með því að kjósa Davíð bara í launakostnað plús svo allt prumpið og prjálið í risnu og ferðalögum sem embættið mun kosta í höndunum á einhverjum öðrum? Hvað vill háttvirtur kjósandinn að sé gert við skattpeninginn hans? Er honum slétt sama?
Myndi óákveðinn kjósandi ekki spekulera í því hvort hann vill heldur gratís Forseta heldur en einhvern annann sem kostar helling? Sér í lagi ef þeir væru báðir líklegir til að leysa það viðunandi af hendi?
Býður einhver betur? Hefur ekki Davíð sagt þrjú Grönd í spilinu við Guðna um Forsetaembættið?