hlýtur óhjákvæmilega að vera mikil. Þessi flokkur hefur aldrei komið saman til að kjósa sér forystu hvað þá annað.
Það er mikil einföldun og sjálfsblekking ef Birgitta heldur að hún sé óskoraður leiðtogi flokksins. Ef ég til dæmis geng í flokkinn til að komast á landsfundinn þá getur hún ekki bókað að ég kjósi hana sem formann frekar en einhvern annan.
Flokkurinn hefur heldur aldrei kosið sér stefnumál. Ef Birgitta heldur að fimbulfambið í henni og Helga Hrafni höfði til almennra flokksmanna þá er það nær örugglega ofmat eða misskilningur á eðli flokksmanna.
Verkurinn er sá að þetta er ekki flokkur heldur þrýstihópur sem enginn fer fyrir. Þessir sérvitringar sem nú fara fyrir flokknum eru ekki kosnir af núverandi flokki heldur brotabroti hans.
Ef einhversstaðar hlýtur að vera ólga þá er það í Pírataflokknum. Sem er allt annar flokkur en Pírataflokkur Birgittu.