Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Útvarp Saga

$
0
0

er í fjárhagskröggum að því að Pétur og Arnþrúður segja. Þau biðja um styrk til áframhaldandi reksturs.

Þau hafa ekki gefið upp hvaða laun eða líferni þau stunda á kostnað stöðvarinnar. Væri til of mikils mælst að stöðin birti rekstrar- og efnahagsreikninga sína þar sem allt kæmi fram?

Mér finnst stöðin nauðsynleg og þurfi endilega að halda áfram. Þau Arnþrúður og Pétur eru þroskað fólk og vel upplýst, sanngjörn,kurteis og hófsöm í málflutningi. Mótsett við þá skelfingu sem var að hlusta á fyrirbrigðið Þórhildi Sunnu gervilögfræðing sem kom fram í viðtali á stöðinni þar sem hún fór með ósannaðar lygar og órökstuddan róg um stöðina og persónurnar Pétur og Arnþrúði.Það er henni ekki neitt til skammar þar sem hún hefur ekki úr neinum söðli að detta og líklega fáar vitibornar manneskjur gera kröfur til Pírata yfirleitt.

Ég vil hvetja til stuðnings við stöðina en mér finnst vanta grunnupplýsingar um að allt sé með góðum brag í rekstrinum.

Einnig hefur hvarflað að mér að styrkjendur myndu fá hlutabréf í stöðinni fyrir stuðning. Arnþrúður ætti stóran helming í henni en við hin myndum fá einhver hlutabréf fyrir styrki.

Á fundum gætum við viðhaft beint lýðræði í anda Péturs og stöðin yrði þjóðareign eins og RÚV nema það að skoðanir væru ekki fyrirfram ákveðnar eftir þóknanlegum málstað. Það yrði áreiðanlega gaman á fundunum þeim. 

Ég skýt þessu svona fram því að ég get ekki hugsað mér til enda að stöðin þyrfti að lognast út af vegna ómerkilegs krónubasls.Íslenskt NPR sem þjóðin ætti og gætti yrði Útvarp Saga.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922