Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Áhugaverðir tímar

$
0
0

eru framundan.

Eftir síðustu verkfallsboðanir hljóta menn að að spyrja sig hvort afnám stéttarfélagaskyldunnar er ekki forsenda þess að þetta þjóðfélag getir komist af til lengri tíma? Getur það gengið að verkalýðsfélög starfi hér eftir aldargömlum reglum og fyrirkomulagi? Má engu breyta í þeim efnum?

Rétt er ljósmæðrum sjálfsagt að hafa með sér félag. En er nauðsynlegt að allar ljósmæður séu í því félagi eða öðru?

Að kjarafélög skuli hafa einokun á landssvæðum og vera með skylduaðild og miðlæga innheimtu félagsgjalda getur varla  gengið í nútíma samfélagi.

Í Bandaríkjunum hafa hverskyns glæpasamtök iðulega séð sér leik á borði og smogið inn í verkalýðsfélög. Hérlendis er slík þróun hafin með innsmygli hverskyns elementa sem í besta falli verða flokkaðir sem lukkuriddarar eða fjárplógsmenn eins og bandarískar hliðstæður þeirra. 

Þegar Sólveig Anna nær að setja ferðaiðnaðinn í uppnám með einum sendibíl og tíunda hluta félagsmanna þá hljóta menn að sjá að skylduaðild og vinnuforgangssamningur að slíku félagi eins og Eflingu getur ekki gengið lengur. Sama verður uppi á teningnum með opinbera starfsmenn, BHM og slík félög. Verður ekki félagafrelsi að ríkja á sviði starfsgreinafélaga eins og annarra félaga?

Hvað á að gera í því sem í stefnir?  Verða verkalýðsfélög látin einráð um að stjórna aðgerðum eða mun þjóðfélagið  grípa til einverra gagnaðgerða?  Verksvipting er jafn lögleg eins og verkfall en getur orðið mun grimmari.

Menn geta velt fyrir sér hvort kominn sé tími til að sannreyna hversu alvarleg skipulögð verkföll eru. Sér í lagi þegar þau snúast ekki lengur aðeins um kjaramál heldur pólitík og þjóðfélagsbreytingar eins og nú hefur verið boðað af sumum forystumönnum.

Framundan eru áhugaverðir tímar eins og Kínverjar gætu orðað það.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922