eins og myndin sýnir.
Merkel kom til dyranna eins og hún var klædd þegar hún spurði hinn sannarlega pompósa Pompeo hvort BMW verksmiðjan í S-Karólínu væru ógn við Bandaríkin?
Mannkynið á framtíð sína undir friðsamlegri samvinnu manna að því verkefni að bæta lífskjörin.
Og það er viðfangsefni daganna á Íslandi að finna leiðir til þessa.
Þáttur Gunnars Smára Egilssonar með verkalýðsforingjum Íslands sem var á útvarpi Sögu getur hinsvegar gert mann svartsýnan á það að nokkur vitræn lausn muni geta náðst í yfirstandandi "kjaraviðræðum".
Fimmti hver félagsmaður Eflingar vill fara í verkfall til að knýja fram einhverja niðurstöðu í þeim hyldjúpa baráttumálflutningi verkalýðsforingjanna sem birtist í þættinum.
Sannarlega voru lýsingarnar á hugarástandi unga fólksins sem ætlar í verkföll ekki fagrar og bötnuðu lítið með hækkandi aldri.