Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Silfur Egils

$
0
0

var athyglisvert að þessu sinni.

Það fyrsta var að Egill puntaði sig upp og leit nú út eins og maður með slifsi í stað þess að vera eins og útburður til fara. Meira að segja blái liturinn á jakkanum og slifsinu gæti bent til þess að hann hefði sveigst örlítið til hægri í skoðunum sem mér eiginlega fannst á honum þegar hann talaði við Jón Baldvin.

Það viðtal var mjög að mínu skapi og skoðanir Jóns fara um margt að mínum hvað varðar íslensku krónuna og Evrópusambandið.

Svo skilur á milli okkar þegar Jón talar um Evrópuhugsjónina sem eitthvað sérlega góða.  Hann gleymir því að Evrópuhugsjónin,( byrjaði hún ekki sem eitthvað Kola-og Stálbandalag með kallinum Schumann og svo Rómarklúbbur ? Ég man þetta ekki svo vel),  var fyrst og fremst sett á til að reyna að tryggja friðinn milli Frakka og Þjóðverja sem voru stórveldin sem skiptu máli og voru reglulega að berjast. 

Útvíkkun þess í 27 þjóðir með sameiginlega mynt var náttúrlega tómt bull og Jón sýndi fram á að það verður að vera gengisaðlögunarmöguleiki fyrir allar þjóðir til þess að geta mætt erfiðleikum. Bretar héldu sínu pundi alla tíð og það bjargaði þeim í mörgum tilvikum. 

Evrubjálfarnir okkar íslensku sem skrifa reglulega í Mogga skilja þetta atriði ekki og fimbulfamba um nauðsyn þess að Íslendingar taki upp Evru og gangi í ESB á sama tíma og Bretar eru að fara út.

Ætla Bretar að ganga í EES? Jón Baldvin ráðlagði þeim að ganga í Bandaríkin í heilu lagi ef þeir þá ekki klofni í 4 parta sem nú hanga saman aðallega á konungdæminu einu.

Jón gat náttúrlega ekki nema farið með trúarjátninguna hvað varðar heilagleika EES samningsins sem hann sagði að væri í stöðugri endurskoðun rétt eins og það væri gagnkvæmt. Er ekki endurskoðunin meira þannig að okkur eru réttir nýir pakkar til að samþykkja en við fáum  ekkert að leggja til málanna? Hvernig er með 3. orkupakkann til dæmis? Finnst Jóni að hann sé í einhverri endurskoðun hjá okkur? Og Jón fór rækilega yfir hversvegna hann er svona til umræðu hjá okkur. Gróðaöflin sjá sér leik á borði að græða á sæstreng og einkavæðingu orkumarkaðarins á Íslandi. Þúsund milljarðar eru bara pínöts fyrir þá kalla.

Þá segja okkar Evrópubullarar að það sé á okkur hallað  af því að við höfum ekki sæti við borðið. Sjá menn áhrifin af því að sitja þar með  Þýskalandi? Sem Jón segir réttilega að öllu ráði í ESB og hafi notað völd fjármagnsins til að pína alla alþýðu manna í Evrópu, eyðileggja Grikkland sem dæmi og skilji það eftir í rúst, gjaldþrota, atvinnulaust og eignalaust. Grímulaus kúgun allrar alþýðu í Evrópu fyrir hagsmuni elítunnar miðevrópsku. 

Á meðan sé stærsta hagkerfi heims hið alþjóðlega skattsvikakerfi þýsks fjármagns sem Juncker passi uppá í Luxemburg. EES sé grundvöllur allra framfara á Íslandi segir Jón svo og tryggi okkur aðgang að innri markaði Evrópu. Er ekki kallinn kominn í mótsögn við sjálfan sig? Fyrst segir hann að við höfum rétt fyrst við af þeim sem verst fóru út úr hruninu. Og síðan skulum við áfram hlýða EES í einu og öllu en ekki taka upp Evru eða ganga í ESB?

Þessi sífelldi EES lofsöngur er auðvitað endemis bull. Evrópusambandið er bara tollabandalag gegn heiminum sem er miklu stærri en Evrópa sem við höfum ekkert að gera með að öðru leyti þar sem við erum ekki nein sérstök Evrópuþjóð heldur 100 ára fullvalda þjóð sem getur verslað við hvern sem er og vill kaupa af okkur.

Svo þessi lofsöngur um þennan EES samning er bara klisja sem þarf að fara að ræða í alvöru. Hverjir eru kostirnir og hverjir eru gallarnir? Má engu breyta? Má ekki einu sinni ræða þetta án þess að þingmenn rjúki upp með hallelúja söng og húrrahróp? 

Bretar eru að fara úr þessum dýrðarmarkaði vegna þess að þeir vilja ekki þessa frjálsu för vinnuafls og fjármagns, eyðingu fiskimiða sinna af ósvífnum ryksugum Spánverja og þeirra frænda og hömlulauss innflutnings allskyns flóttafólks og hælisleitenda.

Sama er uppi á skilningsteningi EES hjá venjulegum íslenskum íslenskum stjórnmálamönnunum. Sem sýnishorn voru þær þingkonur flestar sem voru hjá Agli í fyrrihluta þáttarins.

Þar þuldi Þorgerður Katrín rulluna sína um frelsi í fiskveiðum, markaðslausnir í sjávarútvegi  og nauðsyn meiri skattlagningar á sjávarútveginn við undirspil Ólínu Kérúlf. Lilja Rafney kom mér á óvart með skeleggum málflutningi sínum þar sem hún rassskellti þær báðar þannig að þær voru rökþrota og muldrandi  eftir.

Hildur Sverrisdóttir stóð sig vel með prúðmannlegum málflutningi sínum og rökföstum. Var hún bara ekki sú eina sem ekki lofsöng EES samninginn án þess að þær þrjár færðu nein rök fyrir lofsöng sínum um að sá samningur sé að færa okkur Íslendingum nokkuð nema vandamál þegar allt er skoðað núna.

Þetta er  orðið eins og trúarjátning kirkjunnar, órökstudd þula sem enginn hefur neitt handfast um nema utanaðbókartexta sem enginn veit lengur hver samdi eða hver sé sífellt að bæta í refsiákvæðum sem Alþingi samþykkir án skilnings.

Silfur Egils var bara gott í dag.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922