sem hvatt var til á þessari síðu 15.ágúst s.l.
Þá var sagt hér:
"WOW
vill fá 12 milljarða svo að félagið geti haldið áfram á sömu braut. Þessir milljarðar eru nóg til næstu tveggja ára svo við getum haldið áfram að kaupa ódýra farseðla.
Warren Buffet er víst ekki líklegur að kaupa í flugfélagi eins og WOW eða Icelandair. Af hverju skyldi honum þykja svona vænt um peninga? Það er nú eitthvað annað með íslenska lífeyrissjóðapeninga. Sagði ekki einhver að þeir væru stundum án hirðis?
Af hverju voru Flugleiðir stofnaðar á sínum tíma? Hafa Íslendingar ráð á tveimur forstjórum í sitt hvorum sandkassanum eða verðum við ekki að hugsa um stóru myndina: Samgöngur við landið eða ekki samgöngur?
VOFF VOFF!"
Nú er verið að reyna að tryggja íslenskar flugsamgöngur til og frá landinu. Vonandi tekst það. En er ástæða til að vera að burðast með þetta WOW? Er þetta einhver nauðsynlegur minnisvarði um skuldasöfnun og niðurboð Skúla Mogensen?
Þurfum við nema eitt merki og eina tegund flugvéla?
Gangi sameiningin eftir verður ekki skynsemin að ráða?