hefur verið reynd áður með þekktum afleiðingum.
Ólafur Jóhannesson lögleiddi 10 % styttingu vinnuvikunnar ofan á lögskipaða 10 % taxtahækkun yfir línuna sem var auðvitað meira af því sama og jafngilti 20 % taxtahaækkun yfir línuna. Ekki launahækkun nema fyrir næstu útborgun.
Afleiðingin varð áratuga óðaverðbólga og upptaka verðtryggimgar fjárskuldbindinga.
Nú vilja nýkommarnir í verkalýðshreyfingunni fara þessa leið um leið og þeir vilja afskaffa verðtrygginguna. Þau njóta talsverðs stuðnings meðal eldra fólks.
Svo segir í Mogga eftir fráfarandi formanni BSRB:
" Eitt af stóru verkefnum BSRB er vinnutími og Elín sagði að margir þurfi að vinna langan vinnudag, taka þá yfirvinnu sem býðst og jafnvel vera í fleiri en einni vinnu til að sjá sér og sínum farborða.
„Við því þarf að bregðast með því að hækka lægstu launin svo þau dugi til að lifa mannsæmandi lífi. Ef við sem samfélag getum ekki náð saman um það er illa fyrir okkur komið,“ sagði Elín og bætti við að núverandi skipulag um vinnutíma væri næstum því hálfrar aldar gamalt.
„40 stunda vinnuvikan er ekkert lögmál. Í áratugi hefur BSRB beitt sér fyrir því að vinnuvikan verði stytt í 36 stundir. Og okkur hefur orðið býsna vel ágengt. Tilraunaverkefni með Reykjavíkurborg og ríkinu hafa skilað verðmætum niðurstöðum sem hægt er að byggja á.“
"Það sem hann helst varast vann, varð þó að koma yfir hann,." mælti séra Hallgrímur án þess líklega að þekkja hugtakið vinnuvika.