í stjórnarskrárumræðunni með Samfylkingunni.
Tekur stórt viðtal við Helgu Völu um nauðsyn nýrrar stjórnarskrár í beinu framhaldi af Silfri Egils um sama efni.
Jafnvel Pétur á Sögu er farinn að samsinna því að Íslendingar hafi í raun ágæta stjórnarskrá frá 1944. Hana megi bæta með viðaukum eins og Bandaríkjamenn hafa gert.
En að ætla að bjóða Íslendingum upp á óskapnað Þorvaldar Gylfasonar og félaga í svokölluðu Stjórnlagaráði væri þvílík niðurlæging að ekki kemur til greina af augljósum ástæðum fyrir þeim sem nennt hafa að lesa.
RÚV blandar sér beint í umræður um nauðsyn á nýrri stjórnarskrá fyrir Íslendinga sem við var að búast eftir messu Lawrence Lessig hjá Agli Helgasyni.