eins og Samfylkingin og í meira mæli Viðreisn.Svo segir í Mogga:
" Meirihluti landsmanna myndi hafna inngöngu Íslands í Evrópusambandið ef kosið væri um í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland sem beita sér fyrir því að gengið verði í sambandið. Þannig eru 57,3% andvíg inngöngu í ESB en 42,7% því hlynnt.
Meirihluti kjósenda Viðreisnar (92%), Samfylkingarinnar (80%) og Pírata (61%) vilja ganga í ESB samkvæmt könnuninni en meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins (85%), Miðflokksins (80%), Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (62%) og annarra flokka (77%) er hins vegar andvígur inngöngu í sambandið.
Fleiri eru að sama skapi andvígir því að taka upp aðildarviðræður við ESB en þeir sem það vilja eða 44,5% á móti 40,1%. Meirihluti kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata vill hefja á ný viðræður við sambandið en meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, VG og annarra flokka er því andvígur.
Þá var spurt um afstöðuna til upptöku evru í stað krónunnar og sögðust 46,1% vera því hlynnt en 36,6% því andvíg. Könnunin var netkönnun og gerð dagana 13.-25. september.
Úrtakið var 1.409 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, og var þátttökuhlutfall 54%."
Merkilegt að vilja taka upp Evru en vera á móti inngöngu í ESB. Sýnir bara það að Tómas Möller hafði margt til síns máls þegar hann sagði: "Fólk er fífl".
Veit fólk ekki að EVRAN tilheyrir ESB og fæst ekki nema vera í ESB?
Sú niðurstaða er í góðu samræmi við almennt álit mitt á Pírötum eftir að hlusta á þá og lesa eftir þá misvitleysurnar em frá þeim renna. Flokkur sem mætti skilgreina sem "Misfits" eins og bíómyndin með Clark Cable og Marilyn Monroe um sérvitringa í gamla daga.
Og ekki skánaði mér mikið við það sem nú kemur fram að þeir eru bara enn eitt afbrigði af Samfylkingunni eins og Viðreisn.
Enn einn landsöluflokkurinn sem þykist vera eitthvað spes.