Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Traust og skuldbindingar

$
0
0

er það sem gildir í viðskiptum.

Ef fyrirtæki lofar að afhenda eitthvað síðar sem viðskiptavinur greiðir fyrirfram á dag, þá verður traust að vera fyrir hendi. Jafnmikið traust og fyrirtækið hefur á því sem viðskiptamaðurinn greiðir með. Hvort sem er vara eða peningaseðill.

Það er í raun öllum frjálst að gefa út gjaldmiðil.

Ég get sagt sanna sögu um slíkt.

Við í Steypustöðinni í gamla daga á tímum mikillar verðbólgu gáfum út steypukrónur í formi inneignarkvittana sem sögðu að fyrirtækið myndi afhenda gegn þeim tiltekinn fjölda teningsmetra af steypu á næsta ári til dæmis. Það var alger slagur af fólki með koffort af peningaseðlum frá Nordal sem vildi svona kvittanir. Algerlega ótryggðar nema af orðspori fyrirtækisins sem var þekkt fyrir áreiðanleika og undirskrift gjaldkerans.Ekki stjórnarinnar né forstjórans.

Sjáið þið mörg fyrirtæki í dag leika þetta eftir? En svona var þetta þá. Við urðum að verjast til að bægja fólki frá sem kom með aleiguna ef því var að skipta, slík var eftirspurnin. Og ekki gátum við endalaust gert þetta heldur aðeins í takmörkuðu magni sem við vissum að við gætum staðið við. 

Meira að segja sýslumenn tóku þessar kvittanir upp í skatta fólks. Þær fúnkeruðu þannig alveg eins og reiðufé.

Fólki er frjálst að nota hvað sem er í viðskiptum sín á milli ef nægilegt traust er fyrir hendi. Er eitthvað meira á bak við 5000 kallinn frá Seðlabanka Íslands í dag  heldur en skriflegt loforð heiðarlegs aðila um að afhenda eitthvað á ákveðnum degi? 

Farseðill frá flugfélagi um flug næsta sumar? Loforð um gistipláss síðar á hóteli?

"My word is my bond"  sagði Guðfaðirinn.

Treystirðu mér fyrir skuldbindingu svo mikið að þú sért reiðubúinn að taka orð mitt gilt og ekkert annað? 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922