fór hið besta fram tæknilega.Sviðsetningin var óaðfinnanleg, ræðumenn voru ágætir og kórinn söng vel.Verst hvað henni Katrínu var kalt. Það hefðu mátt vera einhverjir geislahitarar í rjáfrinu til þess að konan fái ekki kvef.
Ekki veit ég hvort margir söknuðu þess að hafa ekki Píratafésin fyrir augunum á þingpallinum. En það voru 57 þingmenn mættir til að samþykkja fyrirliggjandi mál þannig að þetta slapp allt án þeirra. Vonandi var Braga Guðbrandssyni boðið í almenn sæti með Ólafi Ragnari og öðru stórmenni þó ég hafi ekki komið auga á hann karlgreyið frekar en Styrmi Gunnarsson.
Ekki virtist þetta kveikja sérstakan neista meðal þjóðarinnar sem lét mest ekki sjá sig. En einhverjir túristar á Lögbergi prýddu samkunduna og koma vonandi með einhvern gjaldeyri í nýja Bjarna Sæmundsson þegar búið er að borga reikninginn fyrir þetta allt saman.
Hugsanlega eru svona uppákomur eins og þessi þingfundur á Þingvöllum ekki lengur í tísku meðal þjóðarinnar.