Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Góð greining hjá Brynjari

$
0
0

á því sem við honum blasir á Alþingi:

"

Áberandi er hópur þingmanna sem telur sig sérstakt baráttufólk fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis.

Flest eiga þau nú samt sameiginlegt að hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina og finnst dugnaður ofmetinn, ef ekki úreltur.

Í þeirri baráttu nota þau ræðustól þingsins, klædd eins og niðursetningar, og saka pólitíska andstæðinga og embættismenn ýmist um lygi, óheiðarleika, spillingu og glæpi.

Á sama tíma getur það ekki einu sinni sagt satt um eigin menntun. Undir þetta taka svo helstu sóðamiðlar landsins, sem trúa sjálfir að þeir séu hlutlausir og heiðarlegir.

Þau kenna sig við frjálslyndi en eru mestu búrókratar sem þekkjast á byggðu bóli.

Þau treysta sér ekki til að heilsa með handabandi því að engar skráðar reglur eru til um hvora höndina skuli nota.

Þau taka þingið og framkvæmdavaldið í gíslingu með endalausu málþófi og gagnslausum fyrirspurnum.

Þau hika ekki við að setja sig í dómarasæti í málum sem þau hafa hvorki kynnt sér né hafa vit á. Dómarnir eru gjarnan mjög þungir og ekki kunna þau að biðjast afsökunar reynast þeir rangir.

Þetta fólk skeytir hvorki um skömm né heiður."

Hann bætir að vísu við að hann hafi farið öfugu megin framúr í morgun. En mér finnst að hann eigi að setja fjöl hinu megin því þetta eykur greinilega við greiningarhæfnina.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922