hverjum þeim sem vill auka lóðaframboð á höfurðborgarsvæðinu.
Tillaga Mörtu Guðjónsdóttur Borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var felld með atkvæðum kommúnista-kraðaksflokkanna á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrasumar.
Tillagan var felld með 9 atkvæðum meirihlutaflokkanna í borgarstjórn: Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sem greiddu atkvæði með tillögunni.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem var flutningsmaður tillögunnar, sagði að mikilvæg forsenda þess að lækka húsnæðiskostnað væri að auka framboð á lóðum í eigu borgarinnar. Úthlutun lóða í Geldinganesi myndi stórauka framboð á byggingarlóðum í Reykjavík á hagstæðu verði og þannig hafa afgerandi, jákvæð áhrif á íbúða- og leigumarkaðinn.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna sögðu hins vegar að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar væri ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð í Geldinganesi vegna áhrifa slíkrar byggðar á umhverfi og umferð, samgöngukostnað og fleira. Gerð skipulags í Geldinganesi sé engin lausn á núverandi ástandi á húsnæðismarkaði."
Það blasir við að lóðaskorturinn getur verið úr sögunni á nokkrum vikum ef tillaga Mörtu væri tekin fyrir í alvöru. Hvað halda menn að Davíð hefði verið lengi að úthluta þarna hundruðum lóða?
Ætlar Eyþór að verða nokkur eftirbátur?
Eða vilja menn ekki byggingalóðir? Er þetta bara blöff og þykjustuleikur?
Það hlýtur bara að vera úr því að kommaliðið ætlar að endurkjósa Dag.B.og Holu-Hjálmar. Það er líklega of langt að hjóla úr Geldinganesi niður í 101 þar sem Borgaralínan á að liggja annarsstaðar, bla-bla,bla.
En Geldinganesið virðist blasa við þeim sem vilja sjá.