Ég verð var við það á athugasemdaskrifum að margir telja mig vera eitthvað allt annað en ég tel mig vera sjálfur.
Það er kannski ekki úr vegi að kynna mínar skoðanir aðeins fyrir þeim sem eru að búa sér til skoðanir sem þeir segja að ég hafi.
Henry Ford sagði samt þessi orð: Never complain, never explain.Sem meginreglu hef ég orð Fords því það þýðir ekki að rífast við þá sem allt vita betur en maður sjálfur.
Nokkrar skoðanir mínar eru samt þessar:
Ég er og hef verið Sjálfstæðismaður þó ég hafi stundum kosið Alþýðuflokkinn í gamla daga til að hjálpa viðreisnarstjórninni. En Sjálfstæðisflokkurinn er hugsanlega minna hrifinn af mér en ég af honum. Að minnsta kosti kaus hann mig aldrei í miðstjórn eða há embætti. Vinstri flokkar eru fyrir mér safnheitið kommaflokkar, kommatittir eða kommerí.
Ég er ekki haldinn neinu hatri í minni sál gagnvart útlendingum, hörundsdökku fólki, aröbum, hinsegin fólki eða góðu fólki yfirleitt, hvað þá kommeríinu sem er mest vanþekking í mínum augum.
Mér er hlýtt til alls fólks sem er hjálparþurfi. Ég styð raunhæft hjálparstarf og þróunaraðstoð. En ég vil ekki að það verði til þess að okkar fólki sé ekki hjálpað. Og það er ekki sama og ég vilji að allt bágstatt fólk í öðrum löndum flytji hér inn til okkar þegar við hjálpum ekki okkar eigin fólki nægjanlega .
Ég trúi því að kynhneigð sé meðfædd en ekki áunnin.Ég hef átt marga yndislega vini sem voru hinsegin.Mér kemur kynhneigð annarra ekkert við.
Ég sé ekki hörundslitinn á góðum manni. Mér kemur það barasta ekkert við ef hann er umskorinn, Gyðingur, Hindúi eða Múslími. Ef hann er góð manneskja og góður við mig þá er það hið eina sem að mér snýr. Ég á góða vini sem eru öðru vísi á litinn en ég og annarrar trúar en ég. Mig varðar bara ekkert um það. Það er manneskjan sjálf sem skiptir mig máli.
Ég er hræddur við ISIS liða því að hann vill hugsanlega skera af mér hausinn sem ég kæri mig ekki um. Þó eru aðrar skoðanir á því að finna í athugasemdadálkum.
Ég vil ekki að glæpamenn og geðsjúklingar geti átt byssur. En það er ekki byssan sem drepur heldur höndin og hugurinn. Því skiptir uppeldið öllu máli.
Það helsta sem ég hef verið að reyna að segja varðandi hælisleitendur og flóttamenn er að ég vil fara vel og sparlega með íslenskan ríkisborgararétt og íslenska menningu eins og hún er. Íhaldsmennska er best í því sem öðru.
Ef á að fá hingað flóttamenn, þá vil ég velja þá með tilliti til að þeir falli sem best inn í þjóðfélagið. Þeirra vegna og þjóðfélagsins vegna en ekki mín sérstaklega. Og ég vil ekki tilviljanalegan fjölda slíks fólks heldur stjórnaðan. Hvítir kristnir eða trúlitlir, falla betur að okkar þjóðfélagi til dæmis en strangtrúaðir múslímar." Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett...."
Nokkrar af mínum fyrstu bókum voru Litli svarti Sambó og Tíu litlir negrastrákar. Nú er mér sagt að það megi ekki lengur nota orðið negri.Mér hefur ekki verið tilkynnt um þetta en get alveg tekið það til athugunar ef mér er úthlutað leiðbeiningum um leyfilega málnotkun.
Ég á fullt af vinum í öðrum stjórnmálaflokkum.Trúmál vil ég helst ekki ræða.
Mér kemur auðvitað ekkert við hvað annað fólk hugsar um mig eða skrifar í athugasemdum.En það er hugsanlega óþarfi að gera mér upp skoðanir og reyna að skaða Sjálfstæðisflokkinn með því.
.