er mér nokkuð hugleikin. Hvert verður gengi flokksins á næstu árum?
Hér á árum áður náði fylgi flokksins stundum yfir 40 af hundraði og yfir helming á sumum svæðum. Allt þetta virðist ekki gerast lengur. Flokkurinn er fastur í fjórðungs fylgi á landsvísu og örlítið meir annarsstaðar.Hvað veldur?
Ég heyrði þá skýringu á dögunum að flokkurinn væri búinn að missa tengslin við verkalýðshreyfinguna. Má vera sannleikskorn í þessu. En hvað hefur verkalýðshreyfingin misst af sjálfri sér? Eru ekki breyttir tímar þar?
Það má velta þessu fyrir sér hvort sama breidd sé að baki Sjálfstæðisflokksins og áður var? Er uppruni forystunnar sprottinn úr nægilega víðfeðmum ökrum?
Forystumenn sjálfstæðisflokksins hafa jafnan komið úr ólíkum áttum og lyfst til valda á eigin baráttuvilja. Ekki endilega vegna auðs og ættgöfgi eða samtakamáttar einstakra bardagahópa eins og gerðist með SS-sveitum Hitlers. En þær voru beinlínis notaðar til að tryggja réttu fólki völd enda stofnaðar af þeim sömu. Fráleitt var hægt að kenna þjóðernissósíalista flokkinn, sem Hitler gekk í sem níundi flokksmaður minnir mig, við lýðræðisflokk eins og Sjálfstæðisflokkinn. Þjóðernissósíalistaflokkurinn var máttlaus meðan forysta hans byggðist þannig upp. Hann fór fyrst að vaxa þegar Hitler kom með sina miklu forystuorku og einræði sitt og sinnar klíku inn í raðirnar. þrátt fyrir að Hitler væri ómenntaður durgur með litla þekkingu á heiminum, þá náði flokkurinn á rúmum áratug að verða þriðjungsflokkur í Þýskalandi. Flokkurinn byggðist hinsvegar mest upp á kjaftaviti Hitlers sjálfs og hans nánustu bandamanna en ekki lýðræðislegu kjöri forystumannanna. En Hitler auðvitað réði mestu um val þeirra hvers og eins.Og Þjóðverjar eins og fleiri eru alltaf veikir fyrir sterkum foringjum.
Sjálfstæðisflokkurinn, og raunar ýmsir íslenskir stjórnmálaflokkar eru byggðir skipulagslega upp eins og þýski nasistaflokkurinn, sem var sjálfsagt byggður upp á öðru eldra módeli, frá Mussolini og þar áður ungmennafélögum. Byggðir frá grasrótinni upp í sífellt stærri einingar sem svo mynda eina heild. Mjög skilvirk og rökrétt uppbygging þar sem hinn smæsti félagsmaður tekur þátt í í stækkandi hugsjónakerfi og áhrifastarfi. Allir geta tekið þátt og starfað og vaxið með starfinu ef þeir vilja og hafa úthald.
Í tilviki Sjálfstæðisflokksins hefur grunnstefnuskrá hans verið með þeim hætti að hún hefur höfðað til margra Íslendinga sem hafa hugsanlega erfðafræðilega þætti frá hinum sjálfstæða bónda í sér eða áræði formannsins á fiskibátnum eða útgerðarmannsins sem leggur allt undir. Þessi tónn hefur orðið ofan á í íslenskri stjórnmálasögu og höfðað til fleiri heldur en ýmsir -ismar eða kennisetningar um allskyns sérvisku sem gjósa stundum upp en lognast svo útaf þegar vindurinn fer úr, sbr smáflokkaflóruna íslensku.
Hvað hefur þá breyst hjá Sjálfstæðisflokknum? Hversvegna hættir hann að draga til sín fólkið í sama mæli og áður?
Finnst fólki hann vera hættur að sækja sína forystu út á akurinn? Er komið klíkuyfirbragð á flokkinn? Er flokkurinn hættur að tala mál sem fólkið skilur? Er þetta orðinn skrifstofumannaflokkur sem bara framkvæmir fyrirliggjandi verkefni? Raðar niður paragröffum sem einhverjir embættismenn leggja fyrir, situr á fundum og stundar samskipti, tjáskipti, samráð og hvað þetta heitir allt saman nýðmóðinslega? Talar ekki lengur um hugsjónir eða framtíðina. Raðar niður fjárveitingum til málaflokka en talar minna um hvaða skipan skuli verða til framtíðar með fólkinu? Hverjar séu hugsjónir og væntingar flokksins fyrir hönd þjóðarinnar?
Þeir sem sátu síðasta Landsfund geta illa séð fyrir sér hvaða breidd í vali forystu birtist þar. Lítill bardagahópur ungliða réðist til atlögu við sitjandi ritara flokksins og hirti af honum embættið mótspyrnulaust. Sami hópur hleypti upp fundinum með skrílslátum þegar málefni flóttamanna komu á dagskrá í fundarlok.
Þessi sami hópur hefur nú yfir að ráða Alþingismanni, ritaraembætti og embætti Varaformanns flokksins allt í sömu persónunni. Breidd í kjöri forystusveitar er vart um að tala á þessum bæ. Vesgú, hér er forystan handa ykkur sem megið falla fram og tilbiðja. Er hægt að koma auga á framtíðarsýn í þessari atburðarás?
Hugsanlega verður ekki talið mögulegt að búa við óbreytt fyrirkomulag stjórnarkjörs lengur að örfá prósent Sjálfstæðismanna sem mæta á Landsfund séu látin marséra í halarófu og velja í æðstu embætti flokksins og forystusveit? Heldur verði að velja þá með breiðu umboði í almennri kosningu meðal flokksmanna eins og rætt hefur verið að gera.
En svona var þetta nú líka framkvæmt á árum áður og virkaði þá svo vel að flokkurinn var á toppnum. Svo hver er þá lausnin ef einhver betri er?
Það er ekki hægt annað að dást að því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eins og vel byggð vél árum saman. Landsfundur flokksins er ótrúlega skynsöm skepna og fundvís á réttar leiðir. Auðvitað mistekst honum en hann hreinsar sig yfirleitt fljótt og áttar sig. Flokkurinn hefur slampast fjárhagslega þó að hann sé nú kominn að mestu á ríkisframfæri með hinum litlu flokkunum. Mörgum finnst þetta miður og stjórnmálaflokkar eigi ekki að fá ríkispeninga. Enda hefur þeim snarfjölgað síðan til beinnar bölvunar að margra mati meðan Sjálfstæðisflokknum hefur hnignað hlutfallslega frá því að hann stóð á eigin fótum fjárhagslega.
En víst er að Sjálfstæðisstefnan er til. Hún felst í því að standa ævarandi vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli eintaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Kjörorð flokksins, Stétt með stétt, Gjör rétt þol ei órétt og Eign fyrir alla, sem flokkurinn hafði í hávegum hér áður fyrr höfða enn til margra Íslendinga.
Að framgangi Sjálfstæðisstefnunnar hennar verða allir Sjálfstæðismenn að vinna eigi að svara spurningunni jákvætt um hver sé framtíð Sjálfstæðisflokksins á næstu árum.