Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Píratar og Svisslendingar

$
0
0

eiga það sameiginlegt að Píratar segjast vilja hafa Sviss sem fyrirmynd í beitingu þjóðaratkvæðagreiðsla. Píratar vilja þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB.

Svo segir Moggi frá:

"Sviss­neska þingið samþykkti í gær með 126 at­kvæðum gegn 46 þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sem verið hef­ur á ís frá því að sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuðu aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992, verði dreg­in til baka. Viðræður höfðu þá haf­ist um inn­göngu í sam­bandið en í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins ákváðu sviss­nesk stjórn­völd að hætta þeim og setja um­sókn­ina á ís þar sem hún hef­ur verið síðan.

Greint er frá þessu á vefsíðu Lukas Reimann, þing­manns Sviss­neska þjóðarflokks­ins, en hann lagði fram þings­álykt­un­ar­til­lög­una sem samþykkt var. Fram kem­ur í um­fjöll­un um málið á vefsíðunni að stuðnings­menn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hafi um ára­bil haldið því fram að hag­mun­um Sviss væri hætta búin utan sam­bands­ins en þvert á móti standi landið sterk­ari fót­um og búi við meira frelsi vegna ver­unn­ar utan þess. Sjálf­stæði Sviss og sveigj­an­leiki í stjórn­sýslu lands­ins hafi reynst mik­il­væg for­senda fyr­ir ár­angri Sviss­lend­inga á liðnum árum.

Haft er eft­ir Didier Burk­halter, ut­an­rík­is­ráðherra Sviss, á frétt­vef sviss­nesku sjón­varps­stöðvar­inn­ar SRF að um­sókn­in hefði raun þegar glatað gildi sínu og Sviss væri ekki á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki. Þings­álykt­un­in væri fyr­ir vikið óþörf. Reimann seg­ir hins veg­ar í frétt­inni nauðsyn­legt að hafa skýr­ar lín­ur í þess­um efn­um. Vegna um­sókn­ar­inn­ar hafi Evr­ópu­sam­bandið ekki litið á Sviss sem sjálf­stætt og full­valda ríki. Á vefsíðu Rei­manns seg­ir að um­sókn­in hafi staðið Sviss fyr­ir þrif­um í sam­skipt­um og samn­ingaviðræðum við sam­bandið.

 

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an fer næst til efri deild­ar sviss­neska þings­ins og verður tek­in fyr­ir þar í júní en í sam­tali við mbl.is seg­ist Reimann telja nær eng­ar lík­ur á öðru en að til­lag­an verði samþykkt þar líka. Verði sú raun­in fell­ur í hlut rík­is­stjórn­ar Sviss að fram­kvæma vilja þings­ins og draga um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið form­lega til baka. Fram kem­ur á vefsíðu Rei­manns að sam­kvæmt skoðana­könn­un­um vilji aðeins 5% Sviss­lend­inga ganga í sam­bandið."

Einkennilegt að okkar Alþingi geti ekki tekið ákvörðun um jafn einfalt mál.

Hversvegna telja Píratar okkur ekki geta fylgt fordæmi Svissara í þessu máli?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922