sem koma ólæsir og óreiknandi upp úr grunnskólanum?
Ef ég hugsa til baka í Gaggó Aust þá var þar fjöldi af karlkyns kennurum. Hámenntaðir menn og virðulegir. Snillingurinn Gunngeir Pétursson kenndi okkur stærðfræði og þann mann elskuðu allir í bekknum, þvílíkur alúðarkennari sem hann var. Þarna var líka hann Gráni yfirkennari, Árni Guðnason magister víðfrægur bókmenntamaður, Stóri Rauður og Litli Rauður, Björgvin skátaforingi, guðfræðingur og sprellikall, Helgi Þorláksson, Ástráður Sigursteindórsson, Guðmundur Þorláksson magister og margir aðrir stórvirðulegir menn og fyrirmyndir ungum drengjum auk æfingakennara. Við lærðum öll hjá þessum mönnum.
Engin kvenkyns kennari var látinn kenna reikning, það vissu allir að slíkt hentaði þeim ekki. Þær kenndu mál og bókmenntir. Gudda bar ægishjálm yfir kvenkennarana og allir strákar skulfu fyrir henni og hennar myndugleika, jafnvel Dagur Sigurðarson Stæll komst ekkert með hana.
Ég held að vandamálið sé ekki lengur bara of lítið kaup hjá kvenkyns kennurum. Það vantar karla í kennarastéttina.
Ég held að þetta leysist ekki nema með einkavæðingu grunnskólans. Samkeppni í menntunina en ekki meiri flatneskju eintómra ríkisvæddra kvenkennara. Eins og þær eru yndislegar í mínum augum þá er munur á kynjunum hvað sem gleðigöngum og kynlausu fólki líður. Það þarf stundum að hafa pung til að leysa málin og maður stundum heyrir svo svakalegar sögur úr skólanum að manni dámar.
Og svo verður að afskaffa þá vitleysu sem skóli án aðgreiningar er. Það er betra að útskrifa 80-90 % nemenda í lagi af því að þeir geta lært heldur en þann stóra hluta analfabeta eins og við erum að sjá í dag koma úr grunnskólanum þar sem helst enginn getur lært neitt vegna tossanna og hælisleitendanna sem ekkert skilja og allt skólastarfið stoppar vegna vitleysunnar. Kennarar eru vist farnir að grípa til gagnráðstafna óbeðnir að mér er sagt með einhverskonar hraðbrautum þar sem þeir sjá auðvitað að þessi vitleysa gengur ekki lengur.
Þessi glundroði verður að enda og raða nemendum eftir getu eins og var í gamla daga.