il í tjaldi eftir 6 ár á biðlista
Mæðgin sem hafa verið húsnæðislaus síðustu vikur halda nú til í tjaldi í Reykjavík. Konan, sem hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg í sex ár, heldur nú til í tjaldi ásamt syni sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal.
Fréttastofa Rúv ræddi við Lilju Helgu Steinberg Matthíasdóttur sem kveðst hafa beðið í sex ár eftir félagslegu húsnæði, hún hafi ekki í önnur hús að venda og hafi því síðustu tvær nætur neyðist til að sofa í tjaldi ásamt rúmlega tvítugum syni sínum.
„Þetta er bara mjög erfitt fyrir veikt fólk. Þetta er mjög erfitt þegar manni er alls staðar illt í skrokknum en ég er búin að kaupa allavega viku, ég hef engin önnur úrræði þannig að ég ætla að vera hér,“ segir Lilja í samtali við Rúv.
Segir tjaldið vera algjört neyðarúrræði
Segir hún þjónustuaðila sinn hjá hjá félagslega kerfinu hafa bundið vonir við að Lilja fengi fengi íbúð þar sem það lægi fyrir að hún færi á götuna en það hafi ekki gengið eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lilja er á götunni en hún segir tjaldið vera neyðarúrræði. Hún hafi leitað víða, meðal annars til Konukots.
„Það er bara mjög veikt fólk þar, konur sem að eru í mikilli neyslu. Enda sagði forstöðukonan við mig að kona í þinni stöðu ætti ekki að vera hér, af því að ég var ekki eins og hinar konurnar sem sækja í þetta,“ segir Lilja.
Um ellefu hundruð manns eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og þurfa einstaklingar að jafnaði að bíða lengur en fjölskyldufólk. Flestir bíða skemur en í tvö ár eftir húsnæði en 7,6 prósent hafa beðið í fimm ára eða lengur að því er fram kemur í frétt Rúv.
Svo stendur í Mogga.
Þegar ég var ungur var alger neyð í húnsæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. þá hætti blessað stríðið og kanar fóru heims til sín. Þeir skildu eftir sig hundruðir bragga sem húsnæðislausir Íslendingar tóku sem himnasendingu. Þetta voru hús en ekki tjöld.
Nú eru sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu svo miklir aumingjar að þeir bara glápa á vandamál fólksins en er um megn að gera nokkurn skapaðan hlut nema emja, væla og veina. Og meirihlutinn í Reykjavíkurborg er allra verstur undir forystu Dags Bergþórusonar.
Fyrirtæki heitir Stólpi Gámar.Þeir geta búið til íbúðir á mjög lágu verði á skömmum tíma. Betri íbúðir en braggarnir voru nokkru sinni.
Þeir sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu sem telja félagslegt húsnæði í sínum verkahring yfirleitt eru hinsvegar svo miklir ræflar að þeir geta ekki einu sinni skaffað svæði innan sinna vébanda þar sem mætti koma fyrir gámahúsnæði í stað tjaldanna.
Nei þær vilja heldur væla og þvæla um félagsleg úrræði framtíðarinnar sem átti að vera komin fyrir löngu með 2500 íbúðir Dags Bergþórusonar fyrir heilu kjörtímabili siðan en koma tæplega ekki þó að eitt kjörtímabil líði til viðbótar. Þá verða örugglega helmingi fleiri á biðlistunum en eru í dag. Þvílík stórmenni og þvílíkt afreksfólk sem ætlar að sækjast eftir endurkjöri af öllu fólki.
Gerum bara ekki neitt. Fólkið skal heldur liggja sjúkt úti í tjöldum þar sem það eru þó allavega til tjaldstæði á vegum sveitarstjórnanna.