Mattis kallaði eftir því að öll NATO-ríkin myndu leggja fram 2 % af landsframleiðslu til varnarmála. Aðeins Bretland,Eistland, Grikkland, Pólland og bandaríkin hafa uppfyllt þetta.
Bandaríski skattgreiðandinn má ekki halda áfram að bera óhlutfallslegan kostnað af vörnum hins vestræna heims.
Bandaríkjamenn eiga ekki að elska ykkar börn meira þið sjálf.
Kæruleysi fyrir hernaðarlegum viðbúnaði sýnir virðingarleysi fyrir okkur sjálfu, fyrir bandalaginu og því frelsi sem við tóum í arf.En þessu er öllu ógnað...
...Bandaríkin munu brátt ásamt sameinast Bretlandi,Kanada og Þýskalandi í að flytja varnarlið til Póllands og Eystrasaltsríkjanna til að styðja við skuldbindingar NATO til varnarstarfs.
"Með því að gera svo eru þjóðir okkar að treysta samstarfið yfir Atlantshafið, standa við gildi okkar og viðurkenna að frelsi okkar, sem við elskum svo mikið, er þess virði að verja það." sagði Mattis.
"Þegar í stað og stöðugt framlag til markmiðsins um 2 % landsframleiðslu verður að komast í framkvæmd ef NATO á að verða trúverðugt bandalag og fært um að verja sig nægilega "sagði varnarmálaráðherrann.
Íslendingar leggja næsta lítið til NATO nema þeir mátu herstöðina til peninga. Hinir ríku Þjóðverjar koma sér undan skyldum sínum og Frakkar sömuleiðis.
Mattis er þarna að tala í umboði Trumps sem er viðskiptamaður og lætur ekki hjá líða að rukka þá sem skulda. Við Íslendingar eru yfirleitt stikkfrí í öllu nema í kjaftinum fyrir kosningar. Trump ætlar ekki að láta menn komast upp með bara kjafthátt.