sannleikanum. Hann sakar fráfarandi stjórnarflokka um að hafa fjögur sæti umfram fylgi sitt vegna misvægis atkvæða.
Hið rétta er að reikna þau atkvæði sem ekki nýttust til að koma mönnum á þing með auðum og ógildum.
Þau atkvæði sem nýttust til að kjósa menn á þing eru 178.737.
Af þeim fengu S,V,P og A 82.086 atkv. eða 45.93 %
Af þeim fengu D og B fengu 76.781 atkv. eða 42.96 %.
D og B fengu 46 % þingmanna eða 29 þingmenn.
S,V,P,A fengu 27 þingmenn í stað 28 heila þingmenn sem þeir hefðu átt að fá ef atkvæði vægju jafnt.(þeir áttu langt inn í næsta.)
Þeir hefðu því átt að fá einum heilum þingmanni meira en ekki fjóra eins og prófessor doktor Þorvaldur heldur fram.
Aðrir talnaturnar hans og tölur um meirihluta kjósenda í ógildu kosningunum hér um árið í stað hundraðshluta kjósenda á kjörskrá eru byggðir á venjulegum orðaleikjum hans. En mikill minnihluti samþykkti það sem Þorvaldur telur þjóðarsamþykki.
En við Þorvaldur erum áfram samherjar í baráttunni fyrir jöfnun atkvæðisréttar en það er önnur saga.