eða leikskólar?
Formaður í VG situr í sandkassanum sínum og tautar einhverjar töfraþulur með sér um hvað hann Store Stygge Ulv sé vondur. Sjálfstæðisflokkurinn sé ekkert nema illskan í garð lítilmagnans, gerspilltur og blablabla. (Eða er þetta bara friðþægingartal til undirbúnings sinnaskiptum?)
Eru ekki stjórnmálaflokkar til þess að hafa áhrif? Er ekki þeirra hlutverk að greiða þjóðinni götu, gjöra veg fólksins beinni? Er ekki Katrín Jakobsdóttir í vinnu´fyrir þjóðina á Alþingi?
Sama má spyrja sig varðandi Framsókn? Ætla Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð að láta persónulegan ágreining sín á milli koma í veg fyrir að þeir vinni fyrir þjóðina ef þeir eru beðnir um það? Af hverju geta þeir ekki tekist í hendur og lagt persónulegan ágreining sinn til hliðar.Þykir þeim ekki vænna um Framsóknarflokkinn heldur en sjálfa sig?
Það er borðliggjandi að þessir þrír flokkar geta myndað trausta stjórn með mikinn þingmeirihluta.
En spurningin er hvað VG og Framsókn séu er í raun og veru?
Stjórnmálaflokkar eða leikskólar dadaista?