birtust mér í Sunnudagsmogganum.
Sá fyrri er úr grein eftir Ögmund Jónasson þar sem hann ræðir þróunina í ferðamannaiðnaðnum. Hann segir m.a.:
......Á sjónvarpsskjá var okkur nýlega birt risaflæmi sem átti að sýna fyrirhugaðan vöxt flughafnarinnar. Svæðið var gríðarstórt. Og til að manna mannvirkið og annast þjónustu þar þótti fyrirsjáanlegt að flytja þyrfti inn nokkur þúsund manns. Og síðan koll af kolli.
Fljótlega yrði að fjölga stöðumælavörðum á Þingvöllum, takmarka umferð í Landmannalaugar og Þórsmörk og til að komast að Herðubreið þyrfti að sækja um með þriggja ára fyrirvara.
Jafnvel okkur, sem fögnum ferðamennsku sem eftirsóknarverðum atvinnuvegi, hrýs hugur við þessari þróun. Ferðatengdur iðnaður sem hlúir að landinu og menningunni, bæði arfleifðinni og einnig því sem nú lifir og dafnar með lista- og safnafólki okkar, getur snúist upp í andhverfu sína, orðið að ömurlegum gróðapolli sem fúskarar göslast í. Og hæglega kæmust þeir upp með það, því Ísland yrði með þessu móti einnota. Þangað kæmi ferðalangurinn bara einu sinni. En þá væri bara að auglýsa meira. Markaðurinn er ótæmandi.
En þarf ekki aðeins að hægja á þessu gangverki? Að við látum okkur nægja milljón ferðamenn á ári enn um sinn en stefnum ekki, alla vega ekki strax, á tvær eða þrjár. Gæti komið til greina að í Leifsstöð væri tekin ákvörðun um að hægja á stækkun og fjölgun afgreiðslusvæða? „Því miður, allt uppbókað!
Það er opið á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði, en hér er fullt.“ Í stað þess að loka Þingvöllum og selja aðgang að Gullfossi, þá væri hemlað í Reykjanesbæ. Ef til vill þykir mörgum goðgá að hugsa á þennan veg.
Ferðafyrirtækjunum verði skilyrðislaust að þjóna. En eiga duttlungar þeirra og gróðamöguleikar að ráða för, jafnvel á kostnað náttúru og þeirra gæða sem við viljum vera þekkt fyrir?"
Hér er skynsamlega að orði komist. Það hljóta að vera takmörk í ferðamannaiðnaði. Ef það þarf að flytja inn þúsund Kínverja til að selja landið til ferðamanna eins og þurfti þegar við byggðum Kárahnjúkastíflu, þá finnst mér komið nóg. Frá´þeim tíma sem ég man fyrstan í ferðamennsku var þegar rútan úr Reykjavík kom til Geysis einu sinni eða tvisvar í viku um miðja síðustu öld með nokkra útlendinga og stundum Helga frá Brennu og smáguttinn Þórir kallaði í símann í Síberíu, Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík....
Þá var veröldin ung og fögur.
Seinni tilvitnunin er úr Reykjavíkurbréfi þar sem segir:
..."Framangreint mat, að vandi Samfylkingarinnar sé ekki aðeins bundinn við persónu formannsins og standi mun dýpra, er örugglega rétt.
Samfylkingin, sem sýndi sína ómerkilegustu hlið þegar hún stóð frammi fyrir sundraðri þjóð að fást við afleiðingar kreppu, átti eftir að bæta um betur í þeim efnum.
Flokkurinn og þáverandi formaður fengu óvenjulegt tækifæri vorið 2009. Þjóðin var í sárum. En þá gerðist það sem var óhugsandi.
Jóhanna og Steingrímur litu svo á að það væri meginhlutverk þeirra að strá salti í þau sár, hvenær sem færi gæfust. Hvar sem þau komu því við var efnt til átaka.
Þau gerðu þjóðina agndofa, þegar þau í þrígang tóku málstað kröfuhafa og gróðapunga fram yfir lífshagsmuni Íslendinga sjálfra. Fyrir atbeina forseta Íslands fékk þjóðin þó tækifæri til að grípa inn í.
Eitt eitraðasta pólitíska bitbein í íslensku þjóðlífi var spurningin um aðild að Evrópusambandinu. Þau Jóhanna og Steingrímur tóku þetta sundrungarefni upp á sína arma þegar þjóðin þráði og þurfti á samstöðu að halda.
Án nokkurra röksemda, sem glóra var í, var ákveðið að kollvarpa sjálfri Stjórnarskrá landsins, þeirri sömu sem þjóðin hafði glaðbeitt fagnað á Þingvöllum við Öxará hinn 17. júní 1944. Þannig mætti lengi telja.
Ekki nokkur maður í þingflokki Samfylkingarinnar talaði gegn þeim sem æddu um með eldspýtustokkana og kveiktu ófriðarbál hvar sem þeir fundu þurran þráð.
Í þingflokki Vinstri grænna leyndust hins vegar nokkrar heiðarlegar og hugrakkar manneskjur. Það fólk hreyfði andmælum, fyrst aðeins í sínum hópi en svo utan hans. Ekki var nóg með að á þau orð væri alls ekki hlustað. Það var rokið í þetta fólk með offorsi og ekki linnt látum fyrr en því hafði verið bolað úr flokknum.
Núverandi formaður Samfylkingar, bæði áður og eftir að hann fékk sitt embætti, hafði ekkert fram að færa annað en „málið eina“. Aðeins umsóknin ein, sagði hann, mun gjörbreyta efnahagslegri stöðu Íslands! Þótt ekki væri heil brú í því hélt hann slíkum himnaríkishrópum áfram löngu eftir að svo var komið að ESB logaði stafna á milli og allir sáu eldana nema hann.
Ekki var að undra þótt efasemdaraddir um leiðtogahæfileika formannsins tækju að heyrast...."
Báðar þessar tilvitnanir eru ástæða til að staldra við. Það er ekki allt fengið með útsölum og magninnkaupum. Íslensk náttúra hefur ekki endalaust þol.
Og aldrei verður nógsamlega oft rifjuð upp einstæð svik Steingríms J. Sigfússonar sem þegar hann seldi sjálfan sig, flokkinn og allt sem hann kvað sér heilagt áður fyrir eigin ráðherradóm og allt sem því fylgir í bráð og lengd.
Afglapaháttur hans í bankamálum er búinn að kosta þjóðina ómældar fjárhæðir og sér hvergi fyrir endann á. Samt er ennþá verið að útvarpa frá því þegar þessi maður er að þruma speki sína yfir landslýð. Í Jóhönnu fann Steingrímur fyllilegan jafningja sinn í ómerkilegheitum og þjóðlygum. Stjórnartíð þessara skötuhjúa er eins og martröð í minningu minni.
Báðum þessum höfundum tilvitnanna flyt ég þakkir mínar fyrir að segja sannleikann svo allir megi skilja í tveimur góðum púnktum.