er undir bankaráði sem ríkisstjórnin hlýtur að skipa þar sem hún heldur á eina hlutabréfinu:
Tryggvi Pálsson, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jóhann Hjartarson, Jón Sigurðsson og Kristján Þ. Davíðsson. Varamenn eru þau Árni G. Hauksson og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir.
Bankaráð ráða venjulega bankastjóra en svo þarf þó ekki að vera í þessu tilviki. Ég veit ekki neitt um hæfileika núverandi bankastjóra umfram aðra slíka sem ég hef þekkt marga um ævina.
Fyrir liggur að þessi bankastjóri bar ekki söluna á Borgun fyrir 2.2 milljarða undir bankastjórnina.
Svo segir Morgunblaðið:
"Í nýju virðismati sem KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar er fyrirtækið metið á 19 til 26 milljarða króna. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins."
Í gær var verið að dæma Sigurjón Árnason fyrir að hafa farið gáleysislega með fé bankans. Ekki get ég dæmt um þær sakir. En hann tapaði bankanum mínum, Landsbanka Íslands, sem ég átti með þúsundum annarra. Það verð ég að fyrirgefa honum og sætta mig við það, að einhverjir aðrir segjast eiga allan bankann núna, málverkin og allt.
En þetta er hinsvegar í lagi í þessum nýja banka. Ekki sama Jón og séra Jón ef Landsbankinn okkar nýji á í hlut.
Aðalfundur bankans 18.mars 2015 samþykkti:
"... tillögu bankaráðs um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2014 sem nemur 1,00 krónu á hlut eða um 23,7 milljarðar króna. Það samsvarar um 80% af hagnaði ársins. Útborgunardagur arðs verður 25. mars 2015."segir Morgunblaðið 5.febrúar 2016.
Svo eru menn hissa á uppgang Pírata?